Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 13:00 Elísabet Gunnarsdóttir klappar fyrir áhorfendum eftir leikinn gegn Írlandi í Leuven í gær. Getty/Tomas Sisk Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári. Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira