Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 13:00 Elísabet Gunnarsdóttir klappar fyrir áhorfendum eftir leikinn gegn Írlandi í Leuven í gær. Getty/Tomas Sisk Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári. Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira