„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 11:00 Guðrún Arnardóttir spilar vanalega út úr stöðu í hægri bakverðinum en hún er miðvörður hjá félagsliði sínu. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn. Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira