Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“

Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari.

Sport
Fréttamynd

Gunnar sækist ekki eftir lands­liðs­þjálfara­starfinu

Gunnar Magnússon mun stýra íslenska landsliðinu ásamt Ágústi Jóhannssyni næstu fjóra landsleiki. Í mars mætir liðið Tékkum í tvígang í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í byrjun næsta árs og síðan leikur liðið gegn Ísrael og Eistlandi í apríl.

Sport
Fréttamynd

„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“

„Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur hættur með landsliðið

Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki.

Handbolti
Fréttamynd

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?

Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Handbolti
Fréttamynd

„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosa­lega sjarmerandi“

„Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Handbolti