„Bara að fara heim og hitta mömmu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2024 16:38 Bjarki Már Elísson var ferskur á æfingu landsliðsins. VÍSIR/VILHELM „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. Er eitthvað sérstakt sem Bjarki Már gerir þegar hann kemst á klakann? „Bara að fara heim og hitta mömmu og fjölskylduna. Ætli maður finni sér ekki eitthvað að borða sem fæst ekki úti.“ Klippa: Í sínu besta standi en vonbrigði með liðinu Eistland er andstæðingur Íslands í umspili um sæti á HM. Fyrri leikurinn er á miðvikudagskvöld og sá síðari á laugardag. „Við spiluðum við þá í síðasta undanriðli fyrir EM og unnum þá nokkuð þægilega. Þeir eru með fínt lið en við erum með sterkari hóp og þegar allt er eðlilegt eigum við bara að klára þetta verkefni. Við förum með það hugarfar inn í þetta,“ segir Bjarki Már. Standið á Bjarka Má er gott og honum hefur gengið vel með félagi sínu í Ungverjalandi. Félagið náði hins vegar ekki einu af sínum markmiðum á dögunum. „Bara mjög fínt, aldrei verið betra. Ég er bara ferskur og hlakka til,“ segir Bjarki og bætir við: „Persónulega gengið mjög vel í síðustu leikjum. En aðal svekkelsið er að við duttum út úr Meistaradeildinni núna í átta liða úrslitunum. Það var stóra markmið félagsins að klára hana í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það gekk ekki eftir. Persónulega hefur gengið vel en það telur ekki þegar liðinu gengur ekki vel. Það er bara eins og það er.“ En er þetta skyldusigur í komandi verkefni? „Tja, auðvitað getum við ekki mætt værukærir í þetta. Við förum með það hugarfar að við séum með betra lið og vinnum þessa leiki. Ef við gerum það eigum við að fara áfram,“ segir Bjarki Már. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Sjá meira
Er eitthvað sérstakt sem Bjarki Már gerir þegar hann kemst á klakann? „Bara að fara heim og hitta mömmu og fjölskylduna. Ætli maður finni sér ekki eitthvað að borða sem fæst ekki úti.“ Klippa: Í sínu besta standi en vonbrigði með liðinu Eistland er andstæðingur Íslands í umspili um sæti á HM. Fyrri leikurinn er á miðvikudagskvöld og sá síðari á laugardag. „Við spiluðum við þá í síðasta undanriðli fyrir EM og unnum þá nokkuð þægilega. Þeir eru með fínt lið en við erum með sterkari hóp og þegar allt er eðlilegt eigum við bara að klára þetta verkefni. Við förum með það hugarfar inn í þetta,“ segir Bjarki Már. Standið á Bjarka Má er gott og honum hefur gengið vel með félagi sínu í Ungverjalandi. Félagið náði hins vegar ekki einu af sínum markmiðum á dögunum. „Bara mjög fínt, aldrei verið betra. Ég er bara ferskur og hlakka til,“ segir Bjarki og bætir við: „Persónulega gengið mjög vel í síðustu leikjum. En aðal svekkelsið er að við duttum út úr Meistaradeildinni núna í átta liða úrslitunum. Það var stóra markmið félagsins að klára hana í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það gekk ekki eftir. Persónulega hefur gengið vel en það telur ekki þegar liðinu gengur ekki vel. Það er bara eins og það er.“ En er þetta skyldusigur í komandi verkefni? „Tja, auðvitað getum við ekki mætt værukærir í þetta. Við förum með það hugarfar að við séum með betra lið og vinnum þessa leiki. Ef við gerum það eigum við að fara áfram,“ segir Bjarki Már. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Sjá meira