Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ekki spilað handbolta síðan í lok febrúar þegar liðband í olnboganum rifnaði. Hann er nú laus úr spelku eftir aðgerð og farinn að æfa í lyftingasalnum. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira