Farangurinn flæktist fyrir Gísla: „Kom beint af flugvellinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2024 09:01 Gísli Þorgeir var ferskur, nýkominn af flugvellinum fyrir fyrstu æfingu. Vísir/Arnar Gísli Þorgeir Kristjánsson kom beint af Keflavíkurflugvelli á landsliðsæfingu í fyrradag en liðsfélagi hans Janus Daði Smárason var kominn töluvert fyrr á svæðið. Miklum farangri Gísla var um að kenna. „Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Sjá meira
„Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Sjá meira
„Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38
Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23