Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 1-2 | Tap í fyrsta leik á EM

Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“

Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum

Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo þakkar Íslandi fyrir sig

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, komst í heimsmetabók Guinness er hann lék með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög svekkjandi að fá þetta leiðinda­mark á sig“

„Mjög svekkjandi, fannst við eiga gífurlega flottan leik. Fylgdum leikplaninu alveg í gegn. Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig,“ sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason eftir súrt 0-1 tap Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo

Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað

Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

Fótbolti
Fréttamynd

Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða

„Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli

Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

Fótbolti