„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 18:45 Jóhann Berg ræddi við Val Pál Eiríksson á Wembley í dag. skjáskot / stöð 2 sport „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. „Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
„Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti