Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 10:20 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti. Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira
Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti.
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira