Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Mikil til­hlökkun í stuðnings­­mönnum á leið til Porto

Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag.

Lífið
Fréttamynd

Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum

Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti.

Sport
Fréttamynd

Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal

Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel

Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé.

Fótbolti
Fréttamynd

Gremst enn klakaleikurinn á Íslandi: „Myndi ekki gerast í dag“

Írar hafa aldrei komist á stórmót í fótbolta kvenna en taka nú þátt í sama umspili og Ísland fyrir HM á næsta ári. Stærsta tækifæri Íra hingað til, á að komast á stórmót, var í umspili gegn Íslandi 2008 en þá réðust úrslitin við skelfilegar aðstæður í Reykjavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var hópurinn fyrir HM-umspilið kynntur

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp Íslands fyrir komandi umspil um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Arna Sif: Þvílíkt högg í magann

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, gerði upp tapið gegn Hollandi í lokaleik undankeppni HM á þriðjudaginn sl. með Helenu Ólafsdóttur og Mist Edvardsdóttur í Bestu mörkunum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að það sé mjög mikill séns þarna“

Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta.

Fótbolti