„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:17 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira