„Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 13. júlí 2024 20:09 Sif Atladóttir var að fylgjast með dóttur sinni á Símamótinu þegar Sportpakkann bar að garði. Vísir/Ívar Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu. „Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
„Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50