„Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 13. júlí 2024 20:09 Sif Atladóttir var að fylgjast með dóttur sinni á Símamótinu þegar Sportpakkann bar að garði. Vísir/Ívar Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu. „Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
„Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50