Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Settum í sjötta gír í seinni hálf­leik“

Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

„Getum gengið stoltar frá borði“

Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði sex mörk fyrir lið sitt þegar það laut í lægra haldi fyrir Haukum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna að Ásvöllum í kvöld. Karlotta gat fundið jákvæða punkta við frammistöðu Gróttuliðsins í leiknum þrátt fyrir tapið.

Handbolti
Fréttamynd

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París

Íslensku landsliðsmennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar þegar Veszprém hélt góðu gengi sínu í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta áfram með góðum útisigri á París Saint-Germain.

Handbolti
Fréttamynd

Magnaður Sig­valdi sökkti Mag­deburg

Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

„Litla höggið í sjálfs­traustið“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Veit ekki hvar on-takkinn er“

Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta bara svíngekk“

Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29.

Handbolti
Fréttamynd

Sjötta tap Hauks og fé­laga í röð

Wisla Plock hafði betur gegn Dinamo Búkarest, 26-27, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Haukur Þrastarson leikur með Dinamo Búkarest sem er í frjálsu falli í Meistaradeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Hafa ekki tapað undan­úr­slita­leik í ní­tján ár

Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn.

Handbolti