Skotvopn

Ríkislögreglustjóri býður skotvopnanámskeið út
Um síðustu áramót sagði Umhverfisstofnun upp samningi við Ríkislögreglustjóra sem varðar utanumhald og framkvæmd skotvopnanámskeiða. Ríkislögreglustjóri hyggst bjóða framkvæmdina út.

Leiðtogi NRA segir af sér
Wayne LaPierre framkvæmdarstjóri samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum. Hann er 74 ára gamall og hefur farið fyrir samtökunum í þrjá áratugi.

Skapari Glock-byssunnar er látinn
Austurríski verkfræðingurinn Gaston Glock, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, er látinn. Hann varð 94 ára gamall.

Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi
Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni.

Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann
Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup
Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi.

Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot
Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi.

Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028
Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur.

Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn
Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum.

Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri
Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis.

Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka
Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt.

Þjálfarinn handtekinn með skotvopn eftir frækinn sigur
Þjálfari Chris Eubank yngri var handtekinn á flugvelli í Manchester fyrir vörslu skotvopna í gær, degi eftir frækinn sigur breska boxarans.

„Það var ekki leiðtogafundur í Nettó“
Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr.

Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið
Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni.

Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana
Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði.

„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“
Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir.

Hafa lokið rannsókn á Dubliner málinu
Rannsókn lögreglu á atviki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykjavík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, situr áfram í gæsluvarðhaldi en það var framlengt þann 6. júní síðastliðinn.

Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru
Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik.

Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra
Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu.

Brynjan bognaði inn í búkinn
Í Bandaríkjunum er frekar stór hópur manna sem leika sér að því að skjóta alls konar hluti með alls konar byssum og birta myndbönd af því á Youtube. Þessi hlið myndbandaveitunnar kallast í daglegu tali GunTube en þar hefur fjölmörgum áhugaverðum spurningum verið svarað í gegnum árin.

Aðallega Glock-skammbyssur og MP5-byssur í 185 milljóna króna vopnapakka
Ríkislögreglustjóri keypti vopn og skotfæri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fyrir um 185 milljónir króna. Þetta kemur fram í samantekt á vef lögreglunnar þar sem segir að engar hríðskotabyssur hafi verið keyptar.

Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín
Forsvarsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi eru ósáttir við það að mynd af Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu á Facebooksíðu Skotfélagsins. Andlit forsetans var notað í auglýsingu fyrir mót og var hún birt í gær.

Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar
Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar.

Að hafa skilning á öryggissjónarmiðum
Í svari við fyrirspurn minni á þingi í vikunni var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ómyrkur í máli um það að pöntuð hefðu verið ógrynnin öll af allskyns vopnum og vígbúnaði fyrir lögregluna í tilefni komu mikilvægra Evrópuleiðtoga til landsins í vikunni á undan. Ekki stæði til að fækka neitt í vopnabúrinu, þó fundurinn—og sú ægilega ógn sem honum fylgdi—væri yfirstaðin.

Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti.

Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna.

Vopnvæðum öryggi?
Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað.

Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Hver á að bera skaðann?
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara.