Sveitastrákur mætir með byssuna sína á Ólympíuleikana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júlí 2024 21:05 Hákon Þór hefur keppni á Ólympíuleikunum í París föstudaginn 2. ágúst klukkan 09:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Smiður á Selfossi gerir lítið annað þessa dagana en að skjóta úr byssu og þá marga klukkutíma á dag. Ástæðan er einföld. Hann er að fara að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París en hann mun keppa í haglabyssuskotfimi. Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend
Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira