Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Þaul­skipu­lagt af hags­muna­aðilum og þeirra full­trúum á þingi

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

For­maður atvinnuveganefndar á hlut í fé­laginu sem KS keypti

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgaði klink fyrir Kastalann og ekki krónu fyrir Wok On

Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlut­hafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á sölu­virði Kerecis

Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Skuld­­a­br­éf­­a­­sjóð­­ur í hlut­haf­a­hóp Stein­­steyp­­unn­­ar eft­­ir end­­ur­­skip­­u­l­agn­­ing­­u

Skuldabréfasjóður í rekstri Ísafoldar Capital Partners er orðinn einn af eigendum nýs félags um steypuframleiðslufyrirtækið Steinsteypuna eftir erfiðleika í rekstri og fjárhagslega endurskipulagningu, samkvæmt heimildum Innherja. Helmingshlutur í félaginu hafði verið seldur á 750 milljónir fyrir um tveimur árum.

Innherji
Fréttamynd

„Ó­þarfa á­hyggjur“ fjár­festa að horfið verði frá tví­skráningu JBT Marel

Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Festi fær að kaupa Lyfju

Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á.

Neytendur
Fréttamynd

Eignast Securitas að fullu

Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa Ís­lensk verð­bréf

Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostn­að­ur vegn­a end­ur­skip­u­lagn­ing­ar hjá Arctic Advent­ur­es lit­ar af­kom­un­a

Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Öryggis­mið­stöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmings­hlut

Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Guð­björg orðin pítsudrottning

Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda eru stærsti hluthafinn í Domino's á Íslandi eftir kaup á níu prósent hlut í félaginu. Guðbjörg er sannkallaður stórlax í sjávarútvegi en styrkir nú stöðu sína á flatbökumarkaðnum þar sem Domino's hefur stærsta hlutdeild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki í fisk­þurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis

Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.

Innherji
Fréttamynd

KEA selur hlut sinn í Slippnum

KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólöf og Omry selja Kryddhúsið

John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag í höfn um skil­­mála yfir­­töku­til­­boðs JBT í allt hluta­­fé í Marel

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fíll í postulíns­búð? Svig­rúm ríkisins til at­hafna á sam­keppnis­markaði

Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti.

Umræðan