Til skoðunar að selja almenningi bankann Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra utan þings. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25