Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 14:52 Brynja Dan Gunnarsdóttir verður með kaupunum eini eigandi Extraloppunnar. aðsend/Sunna Gautadóttir Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir. Fyrirtækið BAG of fun ehf., sem Brynja hefur nú alfarið tekið yfir, rekur verslun Extraloppunnar í Smáralind þar sem hægt er að leigja bás til að selja notuð föt, fylgihluti og húsbúnað gegn þóknun. Kaupin séu tímabært skref „Við verðum sex ára í sumar og það er búið að ganga á ýmsu, eins og í covid og fleira, það skall á bara rétt eftir að við opnuðum. En við erum ennþá í Smáralindinni og bara hæstánægð hér og ég var að kaupa Andra og þau Barnaloppu-hjónin út,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Brynja hefur að mestu séð um daglegan rekstur Extraloppunnar frá stofnun og staðið vaktina í versluninni í Smáralind.aðsend Hún segir breytingarnar endurspegla náttúrulega þróun hjá fyrirtækinu en sjálf hefur hún að mestu annast daglegan rekstur verslunarinnar. „Ég hef svolítið staðið vaktina hér öll þessi ár en Andri hefur verið meira á bakvið tjöldin og í annarri vinnu. Þannig þetta var orðið svolítið mitt og kominn tími á að hann vildi fara að losa aðeins um og einbeita sér að öðrum verkefnum. Þannig við sömdum um það og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri gott fyrir alla að ég myndi kaupa hann út,“ segir Brynja. „Við erum bæði glöð með niðurstöðuna og í góðu sambandi og ég mun eflaust nýta mér hjálp frá þeim af og til, við erum með sama kerfi og svona þannig við munum vera í góðu sambandi. En formlega þá á ég þetta ein núna.“ Extraloppan er þó ekki á leið í samkeppni við Barnaloppuna, sem þau Andri og Guðríður eiga og reka, en ólíkt Barnaloppunni er áhersla er á fullorðinsfatnað í Extraloppunni og verður svo áfram að sögn Brynju. „Ég mun kannski aðeins setja minn svip á þetta, það er náttúrlega öðruvísi að eiga eitthvað einn þannig það verða kannski einhverjar smávægilegar breytingar en ekkert stórt. Ég bara hvet áfram fólk til að endurvinna og endurnýta,“ segir Brynja. Mikilvægt að vera partur af flórunni Hún útilokar ekki að fyrirtækið muni færa út kvíarnar og fjölga verslunum þegar fram líða stundir og ef aðstæður leyfa. Hringrásarhagkerfið, endurnýting og endurvinnsla er Brynju og öðru starfsfólki Extraloppunnar ofarlega í huga.aðsend „Mig langar það alltaf en það er búið að vera dálítið hart í ári eins og vextirnir eru búnir að vera. Maður finnur alveg að fólk er að halda að sér höndunum þannig þetta er kannski ekki akkúrat tíminn en auðvitað væri það framtíðardraumurinn,“ segir Brynja. Hún ítrekar einnig að það sé ómetanlegt að vera með aðstöðu í Smáralind, einni stærstu verslunarmiðstöð landsins. „Mér finnst svo mikilvægt að vera partur af flórunni í verslunarkjarna. Ég er ótrúlega glöð að vera hér í stóru og góðu rými þannig að fólk geti byrjað hér. Af því að við erum alltaf að reyna að hvetja fólk til að endurvinna og endurnýta,“ segir Brynja. Þó eru ákveðnar breytingar þegar í farvatninu. „Við eigum von á appi sem er á leiðinni þannig við erum alltaf að auka við þjónustuna,“ segir Brynja sem vonast til þess að appið verði tilbúið til notkunar á næstu mánuðum. Brynja hefur látið að sér kveða á ýmsum vettvangi, meðal annars í pólitík en hún hefur til að mynda verið varaþingmaður og er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Garðabæ. Aðspurð segist hún ekki hafa gert það upp við sig ennþá hvort hún muni gefa kost á sér á nýjan leik í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar komu fram upplýsingar um kaupverð vegna viðskiptanna sem eftir athugasemdir kom í ljós að ekki reyndist að öllu leyti rétt. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir þar sem eftir eigi að ganga frá lausum endum vegna kaupanna. Kaup og sala fyrirtækja Verslun Smáralind Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Fyrirtækið BAG of fun ehf., sem Brynja hefur nú alfarið tekið yfir, rekur verslun Extraloppunnar í Smáralind þar sem hægt er að leigja bás til að selja notuð föt, fylgihluti og húsbúnað gegn þóknun. Kaupin séu tímabært skref „Við verðum sex ára í sumar og það er búið að ganga á ýmsu, eins og í covid og fleira, það skall á bara rétt eftir að við opnuðum. En við erum ennþá í Smáralindinni og bara hæstánægð hér og ég var að kaupa Andra og þau Barnaloppu-hjónin út,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Brynja hefur að mestu séð um daglegan rekstur Extraloppunnar frá stofnun og staðið vaktina í versluninni í Smáralind.aðsend Hún segir breytingarnar endurspegla náttúrulega þróun hjá fyrirtækinu en sjálf hefur hún að mestu annast daglegan rekstur verslunarinnar. „Ég hef svolítið staðið vaktina hér öll þessi ár en Andri hefur verið meira á bakvið tjöldin og í annarri vinnu. Þannig þetta var orðið svolítið mitt og kominn tími á að hann vildi fara að losa aðeins um og einbeita sér að öðrum verkefnum. Þannig við sömdum um það og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri gott fyrir alla að ég myndi kaupa hann út,“ segir Brynja. „Við erum bæði glöð með niðurstöðuna og í góðu sambandi og ég mun eflaust nýta mér hjálp frá þeim af og til, við erum með sama kerfi og svona þannig við munum vera í góðu sambandi. En formlega þá á ég þetta ein núna.“ Extraloppan er þó ekki á leið í samkeppni við Barnaloppuna, sem þau Andri og Guðríður eiga og reka, en ólíkt Barnaloppunni er áhersla er á fullorðinsfatnað í Extraloppunni og verður svo áfram að sögn Brynju. „Ég mun kannski aðeins setja minn svip á þetta, það er náttúrlega öðruvísi að eiga eitthvað einn þannig það verða kannski einhverjar smávægilegar breytingar en ekkert stórt. Ég bara hvet áfram fólk til að endurvinna og endurnýta,“ segir Brynja. Mikilvægt að vera partur af flórunni Hún útilokar ekki að fyrirtækið muni færa út kvíarnar og fjölga verslunum þegar fram líða stundir og ef aðstæður leyfa. Hringrásarhagkerfið, endurnýting og endurvinnsla er Brynju og öðru starfsfólki Extraloppunnar ofarlega í huga.aðsend „Mig langar það alltaf en það er búið að vera dálítið hart í ári eins og vextirnir eru búnir að vera. Maður finnur alveg að fólk er að halda að sér höndunum þannig þetta er kannski ekki akkúrat tíminn en auðvitað væri það framtíðardraumurinn,“ segir Brynja. Hún ítrekar einnig að það sé ómetanlegt að vera með aðstöðu í Smáralind, einni stærstu verslunarmiðstöð landsins. „Mér finnst svo mikilvægt að vera partur af flórunni í verslunarkjarna. Ég er ótrúlega glöð að vera hér í stóru og góðu rými þannig að fólk geti byrjað hér. Af því að við erum alltaf að reyna að hvetja fólk til að endurvinna og endurnýta,“ segir Brynja. Þó eru ákveðnar breytingar þegar í farvatninu. „Við eigum von á appi sem er á leiðinni þannig við erum alltaf að auka við þjónustuna,“ segir Brynja sem vonast til þess að appið verði tilbúið til notkunar á næstu mánuðum. Brynja hefur látið að sér kveða á ýmsum vettvangi, meðal annars í pólitík en hún hefur til að mynda verið varaþingmaður og er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Garðabæ. Aðspurð segist hún ekki hafa gert það upp við sig ennþá hvort hún muni gefa kost á sér á nýjan leik í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar komu fram upplýsingar um kaupverð vegna viðskiptanna sem eftir athugasemdir kom í ljós að ekki reyndist að öllu leyti rétt. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir þar sem eftir eigi að ganga frá lausum endum vegna kaupanna.
Kaup og sala fyrirtækja Verslun Smáralind Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira