Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 16:29 Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors, Björgólfur Thor og Andri við opnun Grósku. Þeir eiga Grósku ásamt Birgi Má. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin. Í tilkynningu frá Grósku ehf. segir að fasteignin sé um 18.600 fermetrar að stærð ásamt 6.200 fermetra bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 fermetrar. Gróðurhúsið reki sprotasetur og vinnurými í fasteigninni. Verða stærstu eigendur Heima Heildarvirði viðskiptanna sé metið á 13,850 milljónir króna og það innifeli virði fasteignarinnar og Gróðurhússins. Viðskiptin muni fela í sér yfirtöku á skuldabréfaflokknum GROSKA 29 GB. Fyrirhugað sé að kaupverðið muni greiðast að öllu leyti með útgáfu og afhendingu 258 milljón nýrra hluta í Heimum. Samkomulagið sé háð ýmsum fyrirvörum, meðal annars samþykki hluthafafundar Heima, niðurstöðu áreiðanleikakannana, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Uppbyggingaraðilar og eigendur Grósku verði eftir kaupin stærstu hluthafar Heima. Eigendur Grósku eru samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson. Ánægjulegt að fá öfluga fjárfesta inn „Kaup Heima á Grósku munu leiða til aukinna verðmæta fyrir hluthafa félagsins . Kaupin falla vel að eignasafni félagsins og samræmast jafnframt þeirri sýn félagsins að skapa sterk kjarnasvæði. Þá er ákaflega ánægjulegt að fá þarna nýja og öfluga einkafjárfesta inn í hluthafahóp Heima sem munu styrkja enn frekar alþjóðleg tengsl okkar og tækifæri til að þróa fyrirtækið áfram,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Hafi lengi fylgst með Heimum Í tilkynningu er haft eftir Birgi Má, stjórnarformanni Grósku ehf. og meðeiganda fjárfestingarfélagsins Omega á móti Andra, að Gróska hafi frá upphafi verið metnaðarfullt verkefni og aðstandendur hennar séu afar stoltir af því hvernig til hefur tekist. „Beint samhengi er nú á milli Grósku og nýsköpunar á Íslandi og samfélagið sem þar býr á sér sjálfstætt og skapandi líf. Í viðræðum okkar við Heima þá höfum við sannfærst um að þar sé Grósku afar vel komið, enda deila forsvarsmenn þar okkar sýn og sannfæringu um tilgang og mikilvægi hússins fyrir íslenskt samfélag.“ Eigendur Omega hafi lengi fylgst með Heimum og þeir sjái veruleg tækifæri til frekari uppbyggingar félagsins og vaxtar. Stefna Heima um að leggja áherslu á lykileignir á eftirsóttum stöðum sé í samræmi við það sem sést hafi í stærstu borgum erlendis. „Þróunin hjá stórum fasteignafélögum á alþjóðavísu hefur verið í áttina að sterkum kjörnum þar sem eigendur horfa til langs tíma varðandi framtíðarsýn og þróun svæða. Slík fasteignasöfn hafa verið eftirsótt meðal fjárfesta, til dæmis á hinum Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Með framlagi Grósku inn í Heima og kaupum á verulegum eignarhlut erum við að tryggja okkur miða í þá vegferð og komum inn sem langtímafjárfestar í fyrirtækið. Við teljum að reynsla okkar, sambönd og þekking muni hjálpa þeim áformum og hlökkum til samstarfsins.“ Heimar fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Húsnæðismál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Grósku ehf. segir að fasteignin sé um 18.600 fermetrar að stærð ásamt 6.200 fermetra bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 fermetrar. Gróðurhúsið reki sprotasetur og vinnurými í fasteigninni. Verða stærstu eigendur Heima Heildarvirði viðskiptanna sé metið á 13,850 milljónir króna og það innifeli virði fasteignarinnar og Gróðurhússins. Viðskiptin muni fela í sér yfirtöku á skuldabréfaflokknum GROSKA 29 GB. Fyrirhugað sé að kaupverðið muni greiðast að öllu leyti með útgáfu og afhendingu 258 milljón nýrra hluta í Heimum. Samkomulagið sé háð ýmsum fyrirvörum, meðal annars samþykki hluthafafundar Heima, niðurstöðu áreiðanleikakannana, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Uppbyggingaraðilar og eigendur Grósku verði eftir kaupin stærstu hluthafar Heima. Eigendur Grósku eru samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson. Ánægjulegt að fá öfluga fjárfesta inn „Kaup Heima á Grósku munu leiða til aukinna verðmæta fyrir hluthafa félagsins . Kaupin falla vel að eignasafni félagsins og samræmast jafnframt þeirri sýn félagsins að skapa sterk kjarnasvæði. Þá er ákaflega ánægjulegt að fá þarna nýja og öfluga einkafjárfesta inn í hluthafahóp Heima sem munu styrkja enn frekar alþjóðleg tengsl okkar og tækifæri til að þróa fyrirtækið áfram,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. Hafi lengi fylgst með Heimum Í tilkynningu er haft eftir Birgi Má, stjórnarformanni Grósku ehf. og meðeiganda fjárfestingarfélagsins Omega á móti Andra, að Gróska hafi frá upphafi verið metnaðarfullt verkefni og aðstandendur hennar séu afar stoltir af því hvernig til hefur tekist. „Beint samhengi er nú á milli Grósku og nýsköpunar á Íslandi og samfélagið sem þar býr á sér sjálfstætt og skapandi líf. Í viðræðum okkar við Heima þá höfum við sannfærst um að þar sé Grósku afar vel komið, enda deila forsvarsmenn þar okkar sýn og sannfæringu um tilgang og mikilvægi hússins fyrir íslenskt samfélag.“ Eigendur Omega hafi lengi fylgst með Heimum og þeir sjái veruleg tækifæri til frekari uppbyggingar félagsins og vaxtar. Stefna Heima um að leggja áherslu á lykileignir á eftirsóttum stöðum sé í samræmi við það sem sést hafi í stærstu borgum erlendis. „Þróunin hjá stórum fasteignafélögum á alþjóðavísu hefur verið í áttina að sterkum kjörnum þar sem eigendur horfa til langs tíma varðandi framtíðarsýn og þróun svæða. Slík fasteignasöfn hafa verið eftirsótt meðal fjárfesta, til dæmis á hinum Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Með framlagi Grósku inn í Heima og kaupum á verulegum eignarhlut erum við að tryggja okkur miða í þá vegferð og komum inn sem langtímafjárfestar í fyrirtækið. Við teljum að reynsla okkar, sambönd og þekking muni hjálpa þeim áformum og hlökkum til samstarfsins.“
Heimar fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Húsnæðismál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun