Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Berg­steinn og Vig­dís selja í Vogunum

Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV, og Vigdís Másdóttir, nýráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi hafa sett íbúð sína við Karfavog í Reykjavík á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarperla úr smiðju HAF-hjóna til sölu

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var árið 1944. Íbúðin var endurhönnuð af fyrri eigendum, Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, árið 2018 á afar glæsilegan máta.

Lífið
Fréttamynd

Hver vill villu ömmu Villa Vill?

Gamalt og fallegt steinhús við botn Ísafjarðardjúps, þekkt sem Kastalinn er til sölu. Um er að ræða 94 fermetra hús á tveimur hæðum sem var reist árið 1928. Eignin stendur á 2500 fermetra lóð. Á lóðinni er 72 fermetra geymslu­hús sem er hálfhrunið.

Lífið
Fréttamynd

Óvenjuleg íbúð í stórborgarstíl

Í Listhúsinu við Engjateig í Laugardalnum er falleg og björt tveggja hæða íbúð til sölu. Eignin er í anda loft-íbúða erlendis sem einkennast af opnum og björtum rýmum með aukinni lofthæð. Ásett verð fyrir eignina er 142 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jói og Olla selja glæsihús í Kópavogi

Jóhannes Ásbjörnsson, athafnamaður og fyrrum fjölmiðlamaður, og eiginkona hans Ólína Jóhanna Gísladóttir, flugfreyja og jógakennari, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Drangakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 209 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ný út­lán til fyrir­tækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár

Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð.

Innherji
Fréttamynd

Lóða­skorturinn, til varnar sveitar­fé­lögum

Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún Pá­lína selur slotið

Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðla og markaðsráðgjafi færir sig um set og hefur því sett einstaka sjö herbergja eign á besta stað í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 182 er 139,9 milljónir.

Lífið