Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 11:39 Húsið var nánast myglað í gegn og rífa þurfti fleiri tonn af efni út úr því. Stöð 2 Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um sýknu seljenda af öllum kröfum hjónanna. Fluttu út úr húsinu fimm árum eftir kaup Hjónin, Jóhanna Guðný Gylfadóttir og Þorgils Sigvaldason, sögðu söguna af fasteignakaupunum þættinum Gulli byggir á Stöð 2 í lok október í fyrra. Þar kom fram að þau hefðu flutt út úr húsinu árið 2022 eftir að altjón vegna myglu kom í ljós. „Þau Jóhanna og Þorgils þurftu að ráðast í margra milljóna framkvæmdir og gjörbreyta eigninni. Þau leituðu réttar síns en að lokum töpuðu dómsmáli við seljendur hússins en þau segja að það hafi í raun verið ónýtt fimmtán árum eftir byggingu,“ sagði í umfjöllun Vísis um þáttinn á sínum tíma. Fengu afslátt af kaupverðinu vegna galla Í dómi Landsréttar segir að málið eigi rætur sínar að rekja til samnings hjónanna og seljenda í mars 2017 um kaup á fasteigninni. Hjónin hafi fengið eignina afhenta í byrjun júní sama ár. Fljótlega hafi komið í ljós gallar á fasteigninni og samningsaðilar hafi gert með sér samkomulag af því tilefni um afslátt af kaupverði. Að sögn hjónanna hafi ekki liðið á löngu þar til þeim varð ljóst að verulegir vankantar væru á smíði hússins. Þannig hefðu komið fram rakaskemmdir sem hefðu ágerst með tímanum með þeim afleiðingum að þau hefðu flutt úr húsinu í lok maí 2022. Í málinu hafi hjónin krafist skaðabóta úr hendi seljenda vegna galla á fasteigninni og krafan hafi að meginstefnu til verið studd við niðurstöður matsgerðar dómkvadds matsmanns frá nóvember 2022, en þau hafi sett fram beiðni um dómkvaðningu um miðjan ágúst það ár og hún farið fram í byrjun september. Ótvírætt að húsið væri haldið göllum Í matsgerð sinni hafi matsmaður komist að þeirri niðurstöðu að ísetning glugga og uppsetning einangrunar hafi ekki samræmst kröfum byggingarreglugerðar, auk þess sem loftun á þaki hafi verið ábótavant vegna mistaka við byggingu hússins. Landsréttur staðfesti því þá niðurstöðu héraðsdóms að með matsgerðinni hafi hjónin sýnt fram á að fasteignin hafi verið haldin göllum í skilningi laga um fasteignakaup. Í hinum áfrýjaða dómi hafi verið lagt til grundvallar að seljendum hefði ekki verið tilkynnt um galla á eigninni innan sanngjarns frests eftir að hjónin urðu eða máttu verða vör við gallanna, samanber grein fasteignakaupalaga um hvers konar vanefndir af hálfu seljanda. Þá væri ljóst að þegar bréf var sent seljendum hefðu verið liðin rúmlega fimm ár frá afhendingu fasteignarinnar og réttur til að bera fyrir sig galla samkvæmt því niður fallinn samkvæmt afdráttarlausu orðalagi laganna. Í þeim segir að réttur til að senda tilkynningu um galla falli niður að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma. Með vísan til forsendna héraðsdóms væri þessi niðurstaða hans staðfest. Vændu seljanda um óheiðarleika Í dóminum segir að héraðsdómur hafi einnig byggt niðurstöðu sína um sýknu á því að ekki væru forsendur til þess að beita tilteknu ákvæði fasteignakaupalaga, sem kveður á um að seljandi geti ekki borið fyrir sig að tilkynning hafi verið send of seint ef hann hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Hjónin hafi lagt fram ný gögn fyrir Landsrétt, nánar tiltekið ljósmyndir af húsinu að, sem að þeirra sögn hafi verið teknar í júlí 2013 og sýni skemmdir á múrverki á framhlið hússins og annarri hlið þess. Þessar skemmdir hafi ekki verið sjáanlegar við kaup þeirra á fasteigninni árið 2017. Um sé að ræða nákvæmlega sömu skemmdir og komið hafi fram síðar, en þær megi sjá á ljósmynd sem tekin hafi verið árið 2019. Hjónin hafi haldið því fram að þetta sýndi og sannaði að gallarnir, sem í grunninn væru sömu gallarnir og staðfestir væru í matsgerð, hefðu komið fram áður og að framburður annars seljanda fyrir héraðsdómi um annað væri því rangur. Viðgerðirnar hafi ekki tengst göllunum Í dóminum segir að í aðilaskýrslu fyrir Landsrétti hafi seljandinn sem um ræðir hér að fram greint svo frá að húsið hafi verið málað árið 2013. Umræddar myndir frá því ári sýni að málning hafi á blettum verið farin að flagna af framhlið hússins og annarri hlið þess þar sem rigningar gætir hvað mest. Hafi málningin misst viðloðun og flagnað af á þessum stöðum. Fagmaður sem hann hafi leitað til hafi gefið þá skýringu á þessu að undirefni hafi líklega ekki verið borið nægilega vel á áður en húsið var málað. Laus málning hafi verið fjarlægð, undirlagið grunnað og síðan málað yfir. Ekki hafi borið á þessu aftur. Þá hafi ekki þurft að ráðast í múrviðgerðir vegna þessa og þetta hefðu verið einu viðgerðirnar sem framkvæmdar hefðu verið utanhúss allt þar til hjónin fengu húsið afhent. Í skýrslu hins seljandans fyrir Landsrétti hafi ekkert annað komið fram um þetta. Þá hafi seljendur sagst ekki hafa fundið fyrir raka í húsinu á meðan þeir bjuggu í því. „Ekki verður séð að þær viðgerðir á húsinu sem áfrýjendur réðust í árið 2019 og vísað er til hér að framan hafi nokkuð með þá galla á eigninni að gera sem staðfestir eru í fyrirliggjandi matsgerð og krafa þeirra um skaðabætur tekur til.“ Að þessu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms yrði ekki fallist á að áðurnefnt ákvæði fasteignakaupalaga stæði í vegi fyrir því að litið yrði svo á að kaupendur hafi glatað rétti til að bera fyrir sig vanefnd. Því var dómur héraðsdóms um sýknu seljenda staðfestur. Málskostnaður var látinn niður falla milli aðila á báðum dómstigum. Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Dómsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um sýknu seljenda af öllum kröfum hjónanna. Fluttu út úr húsinu fimm árum eftir kaup Hjónin, Jóhanna Guðný Gylfadóttir og Þorgils Sigvaldason, sögðu söguna af fasteignakaupunum þættinum Gulli byggir á Stöð 2 í lok október í fyrra. Þar kom fram að þau hefðu flutt út úr húsinu árið 2022 eftir að altjón vegna myglu kom í ljós. „Þau Jóhanna og Þorgils þurftu að ráðast í margra milljóna framkvæmdir og gjörbreyta eigninni. Þau leituðu réttar síns en að lokum töpuðu dómsmáli við seljendur hússins en þau segja að það hafi í raun verið ónýtt fimmtán árum eftir byggingu,“ sagði í umfjöllun Vísis um þáttinn á sínum tíma. Fengu afslátt af kaupverðinu vegna galla Í dómi Landsréttar segir að málið eigi rætur sínar að rekja til samnings hjónanna og seljenda í mars 2017 um kaup á fasteigninni. Hjónin hafi fengið eignina afhenta í byrjun júní sama ár. Fljótlega hafi komið í ljós gallar á fasteigninni og samningsaðilar hafi gert með sér samkomulag af því tilefni um afslátt af kaupverði. Að sögn hjónanna hafi ekki liðið á löngu þar til þeim varð ljóst að verulegir vankantar væru á smíði hússins. Þannig hefðu komið fram rakaskemmdir sem hefðu ágerst með tímanum með þeim afleiðingum að þau hefðu flutt úr húsinu í lok maí 2022. Í málinu hafi hjónin krafist skaðabóta úr hendi seljenda vegna galla á fasteigninni og krafan hafi að meginstefnu til verið studd við niðurstöður matsgerðar dómkvadds matsmanns frá nóvember 2022, en þau hafi sett fram beiðni um dómkvaðningu um miðjan ágúst það ár og hún farið fram í byrjun september. Ótvírætt að húsið væri haldið göllum Í matsgerð sinni hafi matsmaður komist að þeirri niðurstöðu að ísetning glugga og uppsetning einangrunar hafi ekki samræmst kröfum byggingarreglugerðar, auk þess sem loftun á þaki hafi verið ábótavant vegna mistaka við byggingu hússins. Landsréttur staðfesti því þá niðurstöðu héraðsdóms að með matsgerðinni hafi hjónin sýnt fram á að fasteignin hafi verið haldin göllum í skilningi laga um fasteignakaup. Í hinum áfrýjaða dómi hafi verið lagt til grundvallar að seljendum hefði ekki verið tilkynnt um galla á eigninni innan sanngjarns frests eftir að hjónin urðu eða máttu verða vör við gallanna, samanber grein fasteignakaupalaga um hvers konar vanefndir af hálfu seljanda. Þá væri ljóst að þegar bréf var sent seljendum hefðu verið liðin rúmlega fimm ár frá afhendingu fasteignarinnar og réttur til að bera fyrir sig galla samkvæmt því niður fallinn samkvæmt afdráttarlausu orðalagi laganna. Í þeim segir að réttur til að senda tilkynningu um galla falli niður að liðnum fimm árum frá afhendingu fasteignar, nema seljandi hafi ábyrgst hana í lengri tíma. Með vísan til forsendna héraðsdóms væri þessi niðurstaða hans staðfest. Vændu seljanda um óheiðarleika Í dóminum segir að héraðsdómur hafi einnig byggt niðurstöðu sína um sýknu á því að ekki væru forsendur til þess að beita tilteknu ákvæði fasteignakaupalaga, sem kveður á um að seljandi geti ekki borið fyrir sig að tilkynning hafi verið send of seint ef hann hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Hjónin hafi lagt fram ný gögn fyrir Landsrétt, nánar tiltekið ljósmyndir af húsinu að, sem að þeirra sögn hafi verið teknar í júlí 2013 og sýni skemmdir á múrverki á framhlið hússins og annarri hlið þess. Þessar skemmdir hafi ekki verið sjáanlegar við kaup þeirra á fasteigninni árið 2017. Um sé að ræða nákvæmlega sömu skemmdir og komið hafi fram síðar, en þær megi sjá á ljósmynd sem tekin hafi verið árið 2019. Hjónin hafi haldið því fram að þetta sýndi og sannaði að gallarnir, sem í grunninn væru sömu gallarnir og staðfestir væru í matsgerð, hefðu komið fram áður og að framburður annars seljanda fyrir héraðsdómi um annað væri því rangur. Viðgerðirnar hafi ekki tengst göllunum Í dóminum segir að í aðilaskýrslu fyrir Landsrétti hafi seljandinn sem um ræðir hér að fram greint svo frá að húsið hafi verið málað árið 2013. Umræddar myndir frá því ári sýni að málning hafi á blettum verið farin að flagna af framhlið hússins og annarri hlið þess þar sem rigningar gætir hvað mest. Hafi málningin misst viðloðun og flagnað af á þessum stöðum. Fagmaður sem hann hafi leitað til hafi gefið þá skýringu á þessu að undirefni hafi líklega ekki verið borið nægilega vel á áður en húsið var málað. Laus málning hafi verið fjarlægð, undirlagið grunnað og síðan málað yfir. Ekki hafi borið á þessu aftur. Þá hafi ekki þurft að ráðast í múrviðgerðir vegna þessa og þetta hefðu verið einu viðgerðirnar sem framkvæmdar hefðu verið utanhúss allt þar til hjónin fengu húsið afhent. Í skýrslu hins seljandans fyrir Landsrétti hafi ekkert annað komið fram um þetta. Þá hafi seljendur sagst ekki hafa fundið fyrir raka í húsinu á meðan þeir bjuggu í því. „Ekki verður séð að þær viðgerðir á húsinu sem áfrýjendur réðust í árið 2019 og vísað er til hér að framan hafi nokkuð með þá galla á eigninni að gera sem staðfestir eru í fyrirliggjandi matsgerð og krafa þeirra um skaðabætur tekur til.“ Að þessu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms yrði ekki fallist á að áðurnefnt ákvæði fasteignakaupalaga stæði í vegi fyrir því að litið yrði svo á að kaupendur hafi glatað rétti til að bera fyrir sig vanefnd. Því var dómur héraðsdóms um sýknu seljenda staðfestur. Málskostnaður var látinn niður falla milli aðila á báðum dómstigum.
Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Dómsmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira