Vegagerð

Fréttamynd

Ók á vegavinnumann og flúði vett­vang

Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Ökumaðurinn gaf í þegar starfsmaðurinn gaf merki um að stöðva. Deildarstjóri öryggis hjá Colas segir uppákomur sem þessar vera daglegt brauð.

Innlent
Fréttamynd

Svona gæti Sunda­braut litið út: Brú eða göng meðal val­kosta

Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga.

Innlent
Fréttamynd

Kjölur ekki á dag­skrá

Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að spyrja hvort sam­keppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Innherji
Fréttamynd

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

Loka Bröttu­brekku í tvo daga

Vegagerðin hefur gefið heimild fyrir að Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku verði lokaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Malbika á veginn.

Innlent
Fréttamynd

Markar lok veg­ferðar sem hófst vegna Kristni­hátíðarinnar 2000

Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Göngu- og hjóla­brú við Duggu­vog opnuð síð­degis í dag

Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa steypu­vinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna

Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði lægstu til­boðum í smíði brúa á Vestfjörðum

Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála.

Innlent
Fréttamynd

Bundið slit­lag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði

Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn

Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna enn einum jarð­göngunum

Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn.

Erlent