Þýski boltinn

Fréttamynd

Bayern München minnkaði forskot Dortmund

Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonandi fyrst til að vinna

Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld

Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru

Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern á ekki möguleika á titlinum

Christian Nerlinger, yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórliðinu Bayern München, segir að félagið eigi ekki lengur á að vinna þýska meistaratitilinn í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Kaiserslautern með Hitler-bendingar

Stjórn þýska félagsins Kaiserslautern hefur tekið fast á máli sem kom upp á æfingu félagsins í gær. Þá mættu nokkrir einstaklingar á æfingu liðsins og móðguðu Ísraelann Itay Shecter, leikmann félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjöundi sigur Dortmund í röð

Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckenbauer: Robben er eigingjarn

Franz Beckenbauer er ekki í aðdáendaklúbbi Hollendingsins Arjen Robben, sem leikur með Bayern Munchen. Beckenbauer segir að Robben sé allt of eigingjarn.

Fótbolti
Fréttamynd

Babbell byrjar á jafntefli

Dortmund og Bayern München unnu bæði sigra í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Hoffenheim gerði jafntefli við Werder Bremen á útivelli, 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Babbel tekinn við Hoffenheim

Markus Babbel er nýr þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamli liðsfélagi Gylfa: Allt Þýskaland er að hlæja að Hoffenheim-liðinu

Holger Stanislawski var rekinn sem þjálfari Hoffenheim í dag og það er óhætt að segja að gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki í góðum málum. Gylfi er að slá í gegn í láni hjá Swansea en á meðan er ástandið slæmt innan herbúða Hoffenheim sem er auk þess að nálgast fallbaráttuna með hverju tapinu á fætur öðru.

Fótbolti