Þýski boltinn

Fréttamynd

Góður útisigur hjá Degi og Alexander

Füchse Berlin hélt uppteknum hætti í þýsku úrvalsdeildinni með góðum útisigri á Lemgo í kvöld, 31-27. Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Füchse Berlin og var markahæstur.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji

Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi á bekknum í jafnteflisleik

Gylfi Þór Sigurðsson er enn út í kuldanum hjá Hoffenheim og hann sat sem fastast á varamannabekk liðsins er Hoffenheim og Hertha Berlin gerðu 1-1 jafntefli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München náði sex stiga forskoti á toppnum

Bayern München er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Köln í kvöld. Bayern hefur unnið þrjá leiki í röð og hefur sett pressu á Borussia Dortmund, Schalke 04 og Borussia Mönchengladbach að fylgja þeim eftir þegar umferðin klárast um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Schumacher kemur til greina sem næsti forseti Kölnar

Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, gæti orðið næsti forseti þýska úrvalsdeildarliðsins Kölnar en Schumacher er einn af tuttugu nöfnum, sem ráðgjafi félagsins hefur lagt til, samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Þetta eru 55 bestu fótboltamenn í heimi

Alþjóðaknattspyrnsambandið, FIFA, hefur gefið það út hvaða 55 leikmenn koma til greina í heimslið sambandsins fyrir árið 2011. FIFA mun síðan tilkynna það 9. janúar næstkomandi hvaða ellefu leikmenn komast í úrvalslið ársins. FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna, stendur fyrir kjörinu í samstarfi við FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttinn við að gera mistök bugaði Rafati

Þýski dómarinn Babak Rafati, sem reyndi að svipta sig lífi á dögunum, segir að óttinn um að gera mistök hafi gert hann þunglyndan sem hafi síðan leitt til þess að hann reyndi að taka sitt eigið líf.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi enn út í kuldanum hjá Hoffenheim

Gylfi Þór Sigurðsson mátti gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann er Hoffenheim gerði jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn Freiburg. Freiburg jafnaði leikinn undir lokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese og Gladbach komust bæði á toppinn í kvöld

Udinese og Borussia Mönchengladbach komust bæði á toppinn í sínum deildum eftir sigra í kvöld. Udinese vann 2-0 sigur á Roma á heimavelli og náði tveggja stiga forskot í ítölsku deildinni en Borussia Mönchengladbach vann 3-0 útisigur á Köln og náði eins stigs forskoti í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Gaal vill starfslokasamning hjá Bayern

Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal reynir nú að ganga frá starfslokum við FC Bayern svo hann geti byrjað að vinna fyrir Ajax. Hann er á launum hjá þýska félaginu fram á næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern ætlar ekki að selja í janúar

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, hefur útilokað að félagið muni selja leikmenn þegar að opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin næstu.

Fótbolti
Fréttamynd

Solbakken vill fá Björn Bergmann við hlið Podolski hjá Köln

Björn Bergmann Sigurðarson gæti verið á leiðinni í þýska fótboltann ef marka má fréttir á þýska vefmiðlinum Express.de. Stale Solbakken, norski þjálfari Kölnarliðsins, hefur mikinn áhuga á íslenska 21 árs landsliðsmanninum sem hefur gert það gott í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bæjarar lögðu Augsburg - Gomez kominn með tuttugu mörk

Bayern München heldur toppsætinu í efstu deild þýska boltans eftir 2-1 útisigur á botnliði Augsburg. Lærisveinar Jupp Heynckes þurftu þó að hafa fyrir hlutunum og bjargaði Manuel Neuer, markvörður liðsins, stigunum þremur með frábærri vörslu seint í leiknum.

Fótbolti