Bayern í tölum | Hvert metið slegið á fætur öðru Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 14:00 Bæjarar gera lítið annað en að vinna fótboltaleiki. Vísir/Getty Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45