Salan á Íslandsbanka „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45 Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. Viðskipti innlent 19.4.2022 20:01 Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Innlent 19.4.2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. Innlent 19.4.2022 16:01 „Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. Innlent 19.4.2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Innlent 19.4.2022 14:09 Bankasýslan krossfest Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Skoðun 19.4.2022 13:32 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Skoðun 19.4.2022 08:01 Að selja fjöregg Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Skoðun 18.4.2022 15:00 „Mér finnst þetta ekki í lagi“ Þrumuræða Sr. Davíðs Þórs Jónssonar á Austurvelli á föstudaginn langa, 15. apríl sl. vakti athygli margra. Í mínu ungdæmi hefði slík framganga kirkjunnar þjóns verið algerlega óhugsandi en hann mælti án efa fyrir hönd margra og lét orðin sem hér eru í fyrirsögn falla í viðtali fyrir fundinn. Skoðun 16.4.2022 18:30 Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Skoðun 16.4.2022 13:00 Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Innlent 15.4.2022 21:34 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ Innlent 15.4.2022 15:35 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. Innherji 15.4.2022 14:19 Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Innlent 15.4.2022 12:00 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Innlent 14.4.2022 21:56 34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13 „Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09 Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Skoðun 14.4.2022 11:31 Af örlæti ríkisins Oftar nýtur ríkt fólk og fyrirtæki, forgangs eða afsláttar í viðskiptum fyrir þær sakir einar að þau eiga mikla peninga. Það var t.d. ætlun ríkisstjórnarflokkanna, í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, að fá fyrst og fremst vel efnaða einstaklinga og fyrirtæki að borðinu og gefa þeim afslátt af sölunni. Skoðun 14.4.2022 08:31 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. Innlent 13.4.2022 18:30 „Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Skoðun 13.4.2022 16:30 Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2022 14:53 „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Innlent 13.4.2022 13:00 Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins. Innlent 13.4.2022 12:41 Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar. Innherji 13.4.2022 10:03 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 17 ›
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45
Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. Viðskipti innlent 19.4.2022 20:01
Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Innlent 19.4.2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. Innlent 19.4.2022 16:01
„Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. Innlent 19.4.2022 14:24
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Innlent 19.4.2022 14:09
Bankasýslan krossfest Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Skoðun 19.4.2022 13:32
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Skoðun 19.4.2022 08:01
Að selja fjöregg Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Skoðun 18.4.2022 15:00
„Mér finnst þetta ekki í lagi“ Þrumuræða Sr. Davíðs Þórs Jónssonar á Austurvelli á föstudaginn langa, 15. apríl sl. vakti athygli margra. Í mínu ungdæmi hefði slík framganga kirkjunnar þjóns verið algerlega óhugsandi en hann mælti án efa fyrir hönd margra og lét orðin sem hér eru í fyrirsögn falla í viðtali fyrir fundinn. Skoðun 16.4.2022 18:30
Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Skoðun 16.4.2022 13:00
Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Innlent 15.4.2022 21:34
Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ Innlent 15.4.2022 15:35
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. Innherji 15.4.2022 14:19
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Innlent 15.4.2022 12:00
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Innlent 14.4.2022 21:56
34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13
„Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09
Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Skoðun 14.4.2022 11:31
Af örlæti ríkisins Oftar nýtur ríkt fólk og fyrirtæki, forgangs eða afsláttar í viðskiptum fyrir þær sakir einar að þau eiga mikla peninga. Það var t.d. ætlun ríkisstjórnarflokkanna, í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, að fá fyrst og fremst vel efnaða einstaklinga og fyrirtæki að borðinu og gefa þeim afslátt af sölunni. Skoðun 14.4.2022 08:31
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. Innlent 13.4.2022 18:30
„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Skoðun 13.4.2022 16:30
Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2022 14:53
„Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Innlent 13.4.2022 13:00
Óli Björn varar Lilju við því að svíkja lit Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sendir Lilju D. Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins eiturpillu í grein sem hann birtir í Mogga dagsins. Innlent 13.4.2022 12:41
Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar. Innherji 13.4.2022 10:03