Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“

Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 

Innlent
Fréttamynd

„Al­gjört vald“ en engin á­byrgð?

„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012.

Skoðun
Fréttamynd

Bankasýslan krossfest

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis

Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja fjör­egg

Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri.

Skoðun
Fréttamynd

„Mér finnst þetta ekki í lagi“

Þrumuræða Sr. Davíðs Þórs Jónssonar á Austurvelli á föstudaginn langa, 15. apríl sl. vakti athygli margra. Í mínu ungdæmi hefði slík framganga kirkjunnar þjóns verið algerlega óhugsandi en hann mælti án efa fyrir hönd margra og lét orðin sem hér eru í fyrirsögn falla í viðtali fyrir fundinn.

Skoðun
Fréttamynd

Þrumu­ræða Davíðs Þórs á Austur­velli

Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin

Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 

Innherji
Fréttamynd

Muni ekki takast að svæfa banka­málið yfir páskana

Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans.

Innlent
Fréttamynd

34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hlut­haf­alista

Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Spillingin gerist vart svæsnari“

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Af ör­læti ríkisins

Oftar nýtur ríkt fólk og fyrirtæki, forgangs eða afsláttar í viðskiptum fyrir þær sakir einar að þau eiga mikla peninga. Það var t.d. ætlun ríkisstjórnarflokkanna, í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, að fá fyrst og fremst vel efnaða einstaklinga og fyrirtæki að borðinu og gefa þeim afslátt af sölunni.

Skoðun
Fréttamynd

„Fólki misbýður brask“

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd.

Innlent
Fréttamynd

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Innherji