Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:42 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00