Burt með spillingaröflin Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 24. apríl 2022 18:01 „Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Ef við slítum sundur lögin, þá slítum við og í sundur friðinn“ sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á ögurstundu í lífi þjóðarinnar árið 1000. Árið 2008 var friður rofinn íslensku samfélagi. Þá afhjúpaðist okkur sniðganga við lög, græðgi og spilling ofan á fullkomna vanrækslu og vanhæfi íslenskra stjórnvalda. Stór hluti almennings sökk í skuldafen og fólk missti eigur sínar vegna misyndisverka fjárglæframanna og vanhæfra stjórnmálamanna. Ekkert getur lýst því siðferðilega og fjárhagslega þroti og siðrofinu sem þá reið yfir þjóðina. Við hétum okkur því að aldrei aftur skyldu fjárglæframenn og spillingaröfl komast til valda í íslensku samfélagi. Lærum af þessu! sögðum við. Í fjórtán ár var reynt að læra og endurreisa efnahag, siðferði og traust á stjórnvöldum, en hvað svo? Svo vöknum við upp við dag einn fyrir skemmstu, að sömu öflin og steyptu hér öllu í kaldakol hafa hreiðrað um sig aftur, eins og svínin í sögunni um Dýrabæ eftir George Orwell. Í skjóli einnar nætur var hlutur okkar í Íslandsbanka seldur, í lokuðu ferli og á stórafslætti til útvalinna einkavina, aðstandenda og innherja. Seldur föður fjármálaráðherrans, föðurbróður hans og frænda. Jafnvel söluaðilarnir sjálfir keyptu þessa almenningseign á undirverði, seldu eiginkonum, systkinum, vinum og vandamönnum allt frá einni milljón og upp í hundruð milljóna. Hrunverjarnir sem steyptu bönkunum með óráðsíu og fjárglæfrum 2008, fengu líka sinn skerf. Þeir runnu eins og hákarlar á blóð, Exista, Fons, Samherjamenn – alræmdir fyrir mútu og spillingarmál – og rifu til sín bita í trausti þess að ekkert myndi vitnast. Þeir héldu að bankaleynd og lokað ferli myndi skýla þeim; að stjórnmálamennirnir sem þeir hafa í vasanum myndu skýla þeim. Þessir sem hirða ekki um hag almennings heldur koma fram við þjóðina eins og blóðmerar – búpening sem beisla má og sjúga úr blóðið á meðan skepnan stendur uppi. Ef við rjúfum lögin þá rjúfum við friðinn! Og nú hafa lög verið rofin – ekki bara lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, heldur líka lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um aðgerðir gegn markaðssvikum og lög um opinber fjármál. Lög sem kveða á um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og gæslu samkeppnissjónarmiða. Engin af þeim skilyrðum voru virt við bankasöluna og heldur ekki áformin sem veifað var með tali um langtímafjárfesta, kjölfestufjárfesta, fagfjárfesta og erlenda fjárfesta. Allt var það blekking og hálfsannleikur, og eins Klettafjallaskáldið sagði: „Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi“ Á einni nóttu var milljarðagróði afhentur útvöldum einkavinum á kostnað almennings, og engum í bankasýslu eða ríkisstjórn virðist hafa hugkvæmst að frysta framhaldsviðskiptin með eignarhlutinn þegar farið var að innleysa gróðann. Hvað þá að taka ábyrgð. Takið eftir því að nú er ekki talað um að láta stjórn eða starfslið bankasýslunnar svara fyri gjörðir sínar! Nei, nú á að leggja stofnunina niður. Bankasýslan var alltaf þyrnir í augum hrunaflanna því að sú stofnun ætti, ef hún væri skipuð hæfu fólki, að gegna lykilhlutverki í að forða því sem gerðist í Íslandsbankasölunni. Sú varðstaða brást eins og allir vita. Og þá skal stofnunin lögð niður – væntanlega með vænum starfslokasamningum til þeirra sem sáu um söluna – og enginn svarar fyrir gjörðir sínar. Bjarni Benediktsson ætlar ekki heldur að axla sína ábyrgð, og nú er spurningin hvort hann muni komast upp með það? Ætlum við, almenningur í þessu landi, að láta hann komast upp með það? Það er ráðherra sem skrifar með eigin hendi undir alla sölusamningana í Íslandsbankasölunni. Hans er ábyrgðin. Hafi ráðherrann ekki skilið eigin gjörðir þá er hann vanhæfur og á að axla pólitíska ábyrgð. Hafi hann vitað hvað hann var að gera, þá er hann brotamaður. Í öllu falli á hann að sæta ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð vegna ákvæða í 2., 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Til að bíta höfuðið af skömminni segir Bjarni Benediktsson að vel hafi til tekist með söluna. Það tókst já, að maka krókinn hjá Hrunverjunum á kostnað almennings, eins og var kannski alltaf ætlunin – því hverjir eiga Sjálfstæðisflokkinn? Það tókst að hygla pabbanum, frændanum, flokksfélögum, Exista, Samherja, Fons og öllum hinum í hverra skjóli Bjarni Benediktsson situr við völd. Þjóðin þolir ekki meir. Við getum ekki látið ekki koma fram við okkur eins og blóðmerastóð. Megum aldrei líða einkavinavæðingu, spillingu og græðgi! Við eigum heimtingu á heilbrigðum leikreglum, jafnræði, sanngirni og ábyrgð. Við viljum siðað samfélag þar sem almannahagsmunir eru virtir og viðurkenndir. Katrín Jakobsdóttir, friðurinn er úti! Riftu Íslandsbankasölunni! Burt með Bjarna Benediktsson! Burt með spillingaröflin! Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun