„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Snorri Másson skrifar 26. apríl 2022 22:00 Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað. Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað.
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00