Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Þögnin var svo loks rofin með fréttatilkynningu um að krossfesta ætti Bankasýsluna fyrir það sem aflaga fór við sölu á 22,5% á hluta ríkisins í eigu Íslandsbanka. Sala sem var upp á 52,5 milljarða. Og 83% þjóðarinnar er óánægð með. Ríkisstjórnin talar núna um að eðlilegt sé að spyrja spurninga og að rétt sé að velta við hverjum steini. Hún talar hins vegar aldrei um aðalatriði málsins og vill ekki að þau séu skoðuð. Ríkisstjórnin vill að kastljósinu verði beint að þeim sem framkvæmdu söluna en ekki að þeim sem tóku ákvarðanir. Þetta speglar hættulega sýn á vald og ábyrgð. Lausn ráðherranna er einmitt af sama toga: Að ætla að forðast rannsóknarnefnd sem raunverulega getur einmitt velt við hverjum steini og skoðað stóru spurningarnar í málinu með því að leggja niður Bankasýsluna. Stóra myndin Við þekkjum stóru myndina. Hún er sú að valinn hópur fólks fékk að kaupa bréf í bankanum með afslætti. Á nokkrum klukkustundum var seldur fjórðungshlutur í banka fyrir tugi milljarða. Engin sérstök rýni virðist hafa verið á hæfi þeirra sem fengu að kaupa á þessum afslætti. Öðrum en völdum aðilum var haldið fyrir utan. Rökin voru að það þjónaði almannahagsmunum að fá inn fagfjárfesta. Þeir væru að fjárfesta til lengri tíma og að óvissa væri um hvernig verð á bréfum myndi þróast vikurnar á eftir. Hagsmunir bankans og almennings væri að fá inn stærri fagfjárfesta. Á daginn kom svo þegar listi yfir kaupendur var birtur að sumir kaupendur keyptu fyrir lágar upphæðir. Reyndar svo lágar upphæðir að margt fólk hefði getað tekið þátt ef hefði það staðið almenningi til boða. Við þekkjum líka að margir seldu strax dagana á eftir. Græddu á kostnað skattborgara. Og að þeir sem voru að selja í hinu lokaða útboði voru sumir hverjir kaupendur. Skiptir öllu að spyrja réttu spurninganna Ríkisstjórnin vísar til þess að Ríkisendurskoðun sé núna að skoða málið og Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið er reyndar undir fjármálaráðherra sem undirstrikar hversu vonlaust verkfæri sú leið er. Það sést á 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin ætlar þess vegna undirstofnun fjármálaráðherra að rannsaka þætti sem ráðherrann ber pólitíska ábyrgð á. Rannsóknarnefnd getur hins vegar skoðað forsendur, samskipti og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sjálfrar og það er sennilega ástæða þess að allt kapp er lagt á að sú leið verði ekki farin. Allir sem hafa reynslu af rannsóknum vita að ekkert skiptir meira máli um niðurstöðuna en að spurt sé réttu spurninganna. Það sem þarf að skoða og þarf að ræða í þessu máli er framkvæmd útboðsins, t.d. hvernig söluaðilar útboðsins komu fram og hvaða reglur þeim voru settar. Það er hins vegar ekki hægt að slíta samhengið og ábyrgðarkeðjuna eins og ætlunin er. Bankinn er í eigu ríkisins. Ákvörðun um að selja hann er ríkisins. Útfærslan á því hvernig það var gert er ríkisins. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Sá maður er fjármálaráðherra. Hverjar voru umræður ráðherranna? Hér þarf þess vegna að þora að ræða pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar Til dæmis með hvaða rökum sú ákvörðun varð ofan á í ráðherranefndinni að fara í lokað útboð. Hvers vegna ekki voru gerðar kröfur um lágmarksupphæðir? Hvaða kröfur voru gerðar til fagfjárfesta? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á þá aðferð sem fjármálaráðherra lagði til um fyrirkomulag sölunnar? Aðrar spurningar snúast um hæfi. Voru ástæður til að fjármálaherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi þess vegna sjónarmiða um vanhæfi? Hafi svo verið þá eiga þær ástæður auðvitað enn við. Og hvers vegna var við söluna ekki farið að skilyrðum laga um að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn, að þeir njóti jafnræðis og að við sölu skuli efla samkeppni á fjármálamarkaði? Þetta eru grundvallarspurningar. Allar beina þær kastljósinu að ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt því að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka er niðurstaðan í þessu máli ótrúleg vonbrigði. Ríkisstjórnin er auðvitað rúin trausti til að halda ferlinu áfram og hefur þess vegna gefið út að ekki verði haldið áfram með söluferlið. Það þýðir að þeir tugir milljarðar sem hægt væri að selja fyrir og nota til fjárfestinga í þágu samfélagsins eru læstir inn. Á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. Það segir auðvitað allt um hversu vel heppnuð salan var að líf ríkisstjórnarinnar veltur á loforði fjármálaráðherra um engin frekari sala verði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Þögnin var svo loks rofin með fréttatilkynningu um að krossfesta ætti Bankasýsluna fyrir það sem aflaga fór við sölu á 22,5% á hluta ríkisins í eigu Íslandsbanka. Sala sem var upp á 52,5 milljarða. Og 83% þjóðarinnar er óánægð með. Ríkisstjórnin talar núna um að eðlilegt sé að spyrja spurninga og að rétt sé að velta við hverjum steini. Hún talar hins vegar aldrei um aðalatriði málsins og vill ekki að þau séu skoðuð. Ríkisstjórnin vill að kastljósinu verði beint að þeim sem framkvæmdu söluna en ekki að þeim sem tóku ákvarðanir. Þetta speglar hættulega sýn á vald og ábyrgð. Lausn ráðherranna er einmitt af sama toga: Að ætla að forðast rannsóknarnefnd sem raunverulega getur einmitt velt við hverjum steini og skoðað stóru spurningarnar í málinu með því að leggja niður Bankasýsluna. Stóra myndin Við þekkjum stóru myndina. Hún er sú að valinn hópur fólks fékk að kaupa bréf í bankanum með afslætti. Á nokkrum klukkustundum var seldur fjórðungshlutur í banka fyrir tugi milljarða. Engin sérstök rýni virðist hafa verið á hæfi þeirra sem fengu að kaupa á þessum afslætti. Öðrum en völdum aðilum var haldið fyrir utan. Rökin voru að það þjónaði almannahagsmunum að fá inn fagfjárfesta. Þeir væru að fjárfesta til lengri tíma og að óvissa væri um hvernig verð á bréfum myndi þróast vikurnar á eftir. Hagsmunir bankans og almennings væri að fá inn stærri fagfjárfesta. Á daginn kom svo þegar listi yfir kaupendur var birtur að sumir kaupendur keyptu fyrir lágar upphæðir. Reyndar svo lágar upphæðir að margt fólk hefði getað tekið þátt ef hefði það staðið almenningi til boða. Við þekkjum líka að margir seldu strax dagana á eftir. Græddu á kostnað skattborgara. Og að þeir sem voru að selja í hinu lokaða útboði voru sumir hverjir kaupendur. Skiptir öllu að spyrja réttu spurninganna Ríkisstjórnin vísar til þess að Ríkisendurskoðun sé núna að skoða málið og Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið er reyndar undir fjármálaráðherra sem undirstrikar hversu vonlaust verkfæri sú leið er. Það sést á 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin ætlar þess vegna undirstofnun fjármálaráðherra að rannsaka þætti sem ráðherrann ber pólitíska ábyrgð á. Rannsóknarnefnd getur hins vegar skoðað forsendur, samskipti og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sjálfrar og það er sennilega ástæða þess að allt kapp er lagt á að sú leið verði ekki farin. Allir sem hafa reynslu af rannsóknum vita að ekkert skiptir meira máli um niðurstöðuna en að spurt sé réttu spurninganna. Það sem þarf að skoða og þarf að ræða í þessu máli er framkvæmd útboðsins, t.d. hvernig söluaðilar útboðsins komu fram og hvaða reglur þeim voru settar. Það er hins vegar ekki hægt að slíta samhengið og ábyrgðarkeðjuna eins og ætlunin er. Bankinn er í eigu ríkisins. Ákvörðun um að selja hann er ríkisins. Útfærslan á því hvernig það var gert er ríkisins. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Sá maður er fjármálaráðherra. Hverjar voru umræður ráðherranna? Hér þarf þess vegna að þora að ræða pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar Til dæmis með hvaða rökum sú ákvörðun varð ofan á í ráðherranefndinni að fara í lokað útboð. Hvers vegna ekki voru gerðar kröfur um lágmarksupphæðir? Hvaða kröfur voru gerðar til fagfjárfesta? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á þá aðferð sem fjármálaráðherra lagði til um fyrirkomulag sölunnar? Aðrar spurningar snúast um hæfi. Voru ástæður til að fjármálaherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi þess vegna sjónarmiða um vanhæfi? Hafi svo verið þá eiga þær ástæður auðvitað enn við. Og hvers vegna var við söluna ekki farið að skilyrðum laga um að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn, að þeir njóti jafnræðis og að við sölu skuli efla samkeppni á fjármálamarkaði? Þetta eru grundvallarspurningar. Allar beina þær kastljósinu að ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt því að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka er niðurstaðan í þessu máli ótrúleg vonbrigði. Ríkisstjórnin er auðvitað rúin trausti til að halda ferlinu áfram og hefur þess vegna gefið út að ekki verði haldið áfram með söluferlið. Það þýðir að þeir tugir milljarðar sem hægt væri að selja fyrir og nota til fjárfestinga í þágu samfélagsins eru læstir inn. Á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. Það segir auðvitað allt um hversu vel heppnuð salan var að líf ríkisstjórnarinnar veltur á loforði fjármálaráðherra um engin frekari sala verði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun