Ítalski boltinn

Fréttamynd

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma

Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan misstígur sig í toppbaráttunni

Topplið AC Milan heimsótti Torino í leik sem Mílanó menn urðu að vinna til að halda sér í bílstjórasætinu í baráttunni um Ítalíumeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld gæti skemmt þær vonir þar sem Milan tókst ekki að skora og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Genoa tapaði sínum fyrsta leik síðan í janúar

Eftir að hafa ekki tapað í síðustu átta leikjum, þar sem sjö enduðu með jafntefli, þá töpuðu Albert Guðmundsson og félagar í Genoa fyrir Hellas Verona í kvöld. Albert var í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum

Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Full­yrða að Rüdiger sé á leið til Juventus

Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta Dello Sport fullyrðir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger muni ganga í raðir Juventus í sumar. Þjóðverjinn er í dag leikmaður Chelsea en verður samningslaus er yfirstandandi tímabil rennur sitt skeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkjandi jafntefli hjá Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.

Fótbolti