Mourinho sá rautt og Roma tapaði gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 19:26 José Mourinho sá rautt í tapi Roma í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Í þriðja skiptið á tímabilinu var hinn skrautlegi þjálfari Roma, José Mourinho, rekinn upp í stúku með beint rautt spjald er liðið mátti þola 2-1 tap gegn botnliði Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Það var Frank Tsadjout sem kom heimamönnum í Cremonese í forystu eftir aðeins 17 mínútna leik, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks Gestirnir frá Rómarborg mættu svo til leiks í síðari hálfleik án þjálfara síns því rétt áður en liðin gengu til búningsherbergja helti Moruinho sér yfir dómara leiksins og fékk að líta beint rautt spjald. Jose Mourinho sent off for THIRD time this season for appearing to call official offensive English word. pic.twitter.com/wIPyjrKTdD— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2023 Þ´ratt fyrir þjálfaraleysið tókst gestunum að jafna metin með marki frá Leonardo Spinazzola þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Daniel Ciofani skoraði af vítapunktinum á 82. mínútu leiksins og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Cremonese, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Eftir sigurinn situr Cremonese í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 24 leiki, átta stigum frá öruggu sæti. Roma situr hins vegar í fimmta sæti með 44 stig, einu stigi frá Meistaradeildarsæti. Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Það var Frank Tsadjout sem kom heimamönnum í Cremonese í forystu eftir aðeins 17 mínútna leik, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks Gestirnir frá Rómarborg mættu svo til leiks í síðari hálfleik án þjálfara síns því rétt áður en liðin gengu til búningsherbergja helti Moruinho sér yfir dómara leiksins og fékk að líta beint rautt spjald. Jose Mourinho sent off for THIRD time this season for appearing to call official offensive English word. pic.twitter.com/wIPyjrKTdD— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2023 Þ´ratt fyrir þjálfaraleysið tókst gestunum að jafna metin með marki frá Leonardo Spinazzola þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Daniel Ciofani skoraði af vítapunktinum á 82. mínútu leiksins og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Cremonese, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Eftir sigurinn situr Cremonese í næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 24 leiki, átta stigum frá öruggu sæti. Roma situr hins vegar í fimmta sæti með 44 stig, einu stigi frá Meistaradeildarsæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira