Mancini gagnrýndur fyrir að verja börn með kolgrímu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:15 Ungur aðdáandi og Victor Osimhen. EPA-EFE/MASSIMO PICA Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að verja börn sem þóttust vera framherjinn Victor Osimhen með því að lita andlit sitt svart, og vera þannig með kolgrímu [e. blackface]. Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira