Verðlag

Fréttamynd

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár

Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár.

Innherji
Fréttamynd

Að hafa hemil á fast­eigna­verði án þess að hækka vexti

Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Innlent
Fréttamynd

Jólin verða dýrari en í fyrra

Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu

Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir

Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæ, [verð­bólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­gætt skyggni á Ís­lands­miðum

Það eru blik­ur á lofti í alþjóðahag­kerf­inu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­bólga á evru­svæðinu aldrei verið meiri

Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í þjóðar­bú­skapnum farin að minna á fyrri verð­bólgu­tíma

Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu

Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta verk­efnið: Verð­bólga

Óumflýjanlegar efna­hagsaðgerðir stjórn­valda um heim all­an á Covid-19 tím­an­um sem snéru að aukn­um umsvifum hins opinbera og rýmri pen­inga­stefnu hafa ýtt und­ir hækk­un á vöru og þjónustu. Þessu til viðbót­ar hef­ur innrás Rúss­lands í Úkraínu haft mik­il áhrif á verðbólgu á heimsvísu.

Skoðun