Lækka verð á timbri um heil tíu prósent Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 12:16 Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri. vísir/vilhelm Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent. Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“ Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“
Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira