Lækka verð á timbri um heil tíu prósent Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 12:16 Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri. vísir/vilhelm Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent. Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“ Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“
Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira