
Hagsmunir stúdenta

HÍ vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman
Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða.

Næsta stopp er: Háskólastrætó
Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda.

Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári.

Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði
Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði.

Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós
Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga.

Háskólamenntun í hættu
Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð.

Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu
Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu.

Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ
Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til.

Lýsa yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins
Í ljósi lokaumræðu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023 lýsa Landssamtök íslenskra stúdenta yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins.

Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“
Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa.

Styðjum við íslenska læknanema erlendis
Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum.

Falin skólagjöld Háskóla Íslands
Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr.

Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II.

Starfsfólk Stúdentakjallarans þreytt á slæmri hegðun fótboltaáhugamanna
Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki.

Fagna því að stúdentar hafi endurheimt útihátíðina sína
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Aldrei fleiri fengið íbúð á Stúdentagörðunum
Félagsstofnun stúdenta úthlutaði 512 leigueiningum á Stúdentagörðum til rúmlega 550 stúdenta í nýafstaðinni haustúthlutun. Aldrei hafa fleiri fengið leiguhúsnæði úthlutað hjá stofnuninni í haustúthlutun.

Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum
Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi.

Kjósendur völdu næturstrætó
Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum.

Stapa breytt í stúdentagarð
Háskóli Íslands (HÍ) hyggst selja Félagsstofnun stúdenta (FS) bygginguna Stapa við Hringbraut eftir að núverandi starfsemi HÍ þar flyst í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu. Til stendur að breyta Stapa í stúdentagarð sem fellur að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans.

Fjandsamlegur kosningatími
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí.

Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu.

Sagði „nauðgunarher“ vera á leið til samnemanda
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“

Rebekka Karlsdóttir nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Rebekka Karlsdóttir var í kvöld kjörin nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í kvöld voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofa SHÍ en réttindaskrifstofan og nýkjörið Stúdentaráð taka formlega til starfa undir lok maí.

Sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr búa í fjölbýlishúsi á Eggertsgötu
Í fjölbýli á Eggertsgötu búa að minnsta kosti sex hundar og tveir kettir. Þeir búa með eigendum sínum á háskólasvæðinu sem hafa tengst vináttuböndum vegna dýranna.

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar
Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið.

Röskva vann aftur stórsigur en missir einn fulltrúa
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, tryggði sér fimmtán fulltrúa af sautján í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en úrslitin voru tilkynnt í kvöld. Vaka – hagsmunafélag stúdenta, bætir við sig einum fulltrúa milli ára.

Gildismat vísinda
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt.

Stöðvum stöðnun háskólans
Í dag fara kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs Háskóla Íslands fram á Uglu. Á listum Vöku er fólk sem er tilbúið til þess að berjast fyrir framförum innan sem utan háskólans.

Röskva – fyrir framtíð háskólasamfélagsins
Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur.

„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra"
Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla.