Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 06:31 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50