UMF Grindavík

Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan
Stjarnan tók á móti Grindavík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla en fyrir leikinn í kvöld hafði Grindavík ekki unnið sigur á Stjörnunni utan Grindavíkur síðan í febrúar 2018. Á því varð engin breyting í kvöld en Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi, 108-100.

„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“
Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag.

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu.

Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar
Haukar eru komnir í undanúrslit Bónus-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur í oddaleik á móti Grindavík. Gular komust 2-0 yfir í einvíginu en eftir það sýndu deildarmeistarar Hauka hvað í þeim býr. Uppgjörið og viðtöl og væntanleg.

„Við bara brotnum“
Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld.

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld.

Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74.

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“
Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld.

Brá þegar hún heyrði smellinn
Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni.

„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“
Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik.

Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu
Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75.

Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu
Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin.

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindaavíkur, segir vandasamasta verkið vera eftir en liðið er komið 2-0 yfir í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 14 stiga sigur þegar liðin leiddu saman hesta sína í öðrum leik sínum í Smáranum í kvöld.

Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Grindavík er flestum að övörum komin 2-0 yfir í einvígi sínu við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 87-73-sigur í öðrum leik þessara liða í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar
Þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu ætlar Grindavík að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar í Grindavík.

Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn
Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu.

„Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“
Isabella Ósk Sigurðardóttir átti stórleik fyrir Grindavík er liðið vann óvæntan og dramatískan sigur gegn deildarmeisturum Hauka í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

„Frábært að stela heimavellinum“
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni
Deildarmeistarar Hauka máttu þola óvænt tap er liðið tók á móti Haukum sem höfnuðu í 8. sæti Bónus-deildar kvenna, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld.

Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val
Grindavík vann 86-83 gegn KR í lokaumferð Bónus deildar karla. Grindvíkingar enda í fimmta sæti deildarinnar og mæta Val í úrslitakeppninni. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá KR, sem var að vonast til að Þór myndi vinna Keflavík.

Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA
Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“
Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.

Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Grindavík vann eins nauman sigur á Hamar/Þór og hugsast getur. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór er á sama tíma á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Græn gleði í Smáranum
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.

„Við vorum mjög sigurvissar“
„Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum.

Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit
Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag.