

Íslandsmeistarar Vals stórsigur á KA/Þór í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-17.
Afturelding vann afar öruggan 16 marka sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 37-21. Á sama tíma gerðu KA og Fram jafntefli í æsispennandi leik fyrir norðan.
Hin þrettán ára Bríet Fjóla Bjarnadóttir lék sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna þegar Þór/KA sigraði Breiðablik, 3-2, í gær.
Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lánlausu liði Breiðabliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Sigurmark Þór/KA kom í uppbótatíma seinni hálfleiks en úrslit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, þriðja tímabilið í röð.
Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta.
KA fór á Selfoss og vann sjö marka útisigur 23-30 í 1. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en KA gekk á lagið þegar að líða tók á fyrri hálfleik og leit aldrei um öxl eftir það.
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.
Valur burstaði Þór/KA, 6-0, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð í keppni efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði eitt marka Vals í leiknum og lagði upp fjögur fyrir samherja sína.
KA á enn möguleika á að komast í efri hluta Bestu deildar karla þegar deildinni verður skipt upp í tvennt eftir 0-3 útisigur á FH í Kaplakrika í gær. Um var að ræða frestaðan leik úr 14. umferð.
FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn.
Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar.
Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama.
Tindastóll þurfti á stigum að halda í botnbaráttunni á meðan Þór/KA siglir lygnan sjó í Bestu deild kvenna. Niðurstaðan markalaust jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið.
KA vann dramatískan 2-1 heimasigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Akureyri í dag. Stjarnan misnotaði víti í stöðunni 1-1 og einum færri tókst KA að knýja fram sigur.
„Þetta var alvöru leikur og alvöru spenna. Ég er gríðarlega ánægður með strákana,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan sigur á Stjörnunni á Akureyri í dag. Lokastaða 2-1.
Stjarnan, Keflavík, Valur og Þór/KA fögnuðu öll sigri í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.
Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu.
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Selfyssingar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti og fallið blasir við liðinu.
Arna Valgerður Erlingsdóttir hefur verið ráðin þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún tekur við af Andra Snæ Stefánssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár.
Markvörðu KA, Steinþór Már Auðunsson, stóð í ströngu nánast allan seinni leikinn Club Brugge í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur í leiknum urðu 1-5 fyrir Belgana og 10-2 því samanlagt. Steinþór átti samt sem áður stórleik en gestirnir áttur 17 skot á markið.
KA er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-1 tap gegn Club Brugge á Laugardalsvelli í kvöld. Belgíska liðið vann einvígið 10-2 samanlagt og fer því örugglega áfram í næstu umferð.
Belgíska knattspyrnuliðið Club Brugge mun spila í sérstökum treyjum í seinni viðureign sinni gegn KA í Sambandsdeild Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld. Frá þessu er greint í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.
Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í kvöld í 16. umferð Bestu deilar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en sanngjörn sigur Vals var niðurstaðan eftir hörkuleik.
Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki.
Breiðablik hvíldi sjö mikilvæga leikmenn á meðan KA spilaði á fleiri þreyttum mönnum. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, eftir að heimamenn spiluðu seinni hálfleik manni fleiri.
KA mætti belgíska stórveldinu Club Brugge í forkeppni Sambandsdeildarinnar nú í kvöld. Leikið var á Jan Breydel leikvanginum í Belgíu. Það verður seint sagt að um spennandi leik hafi verið að ræða um en heimamenn unnu afar öruggan 5-1 sigur á KA.
Nú er orðið ljóst að úrslitaleikur Mjólkurbikars karla í fótbolta fer ekki fram í ágúst eins og til stóð, heldur verður hann spilaður laugardaginn 16. september, á Laugardalsvelli.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag.
Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag.