Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-2 | Gengur ekkert hjá heimakonum á heimavelli Árni Gísli Magnússon skrifar 19. júlí 2024 19:55 Víkingar eru komnir upp í 4. sæti Bestu deildar kvenna. vísir/diego Víkingur gerði góða ferð norður yfir heiðar og sigraði Þór/KA 2-0 í Bestu deild kvenna. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Linda Líf Boama skoruðu mörkin og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Þetta var þriðji tapleikur Þór/KA í röð á heimavelli sem þykir ekki boðlegt þar á bæ. Fyrsta færi leikins kom eftir einunigs tæpar 40 sekúndur þegar Hulda Ósk átti fast skot sem fór rétt yfir mark gestanna. Víkingur var þó mun betri aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo og héldu boltanum vel innan liðsins og komu sér í álitlegar stöður á meðan leikur heimakvenna gekk engan veginn upp og áttu leikmenn í stökustu vandræðum með að tengja saman sendingar og spila sig út úr góðri pressu gestanna. Shaina Ashouri og Freyja Stefánsdóttir fengu sitthvort færið snemma leiks en nýttu það ekki. Heimakonur sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fékk Sandra María gott skallafæri eftir hálftíma leik en boltinn yfir. Kimberley Dóra átti þá bylmingsskot í slá stuttu seinna og Karen María setti boltann fram hjá úr frákastinu. Víkingur tók forystuna eftir 42. mínútna leik og var þar að verki nýji leikmaðurinn, Bergþóra Sól Ásmudsdóttir, í sínum fyrsta leik fyrir félagið en hún kláraði þá færi sitt frábærlega við markteiginn eftir fyrirgjöf Selmu Daggar Björgvinsdóttur. Leikurinn var nokkuð jafn í síðari hálfleik en lið Víkings var áfram vel skipulagt og erfitt niður að brjóta. Hulda Ósk var óheppinn að jafna ekki leikinn á 63. Mínútu þegar hún fékk dauðafæri eftir skyndisókn en Birta Guðlaugsdóttir í marki Víkings sá við henni. Heimakonur reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og á lokasekúndum leiksins tapaðist boltinn á hættulegum stað og hin eldsnögga Linda Líf Boama tók á rás og komst allt leið ein gegn Shelby í marki Þór/KA, lyfti boltanum yfir hana og gulltrygði sigur Víkings. Lokatölur 0-2. Stjörnur og skúrkar Bergþóra Sól Ásmundsdóttir átti frábæra frumraun á miðjunni og skoraði fyrsta markið. Á eftir að reynast Víkingum vel ef þetta er það sem koma skal. Fyrirliðinn Selma Dögg Björgvisdóttir var einnig mjög góð við hlið Bergþóru á miðjunni. Í raun er erfitt að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga þar sem liðsframmistaðan var það góð. Bergdís Sveinsdóttir fær þó sérstakt hrós en hún kom af miklum krafti inn af bekknum og skapaði mikið. Þór/KA liðið þarf að skoða vandlega sinn leik á heimavelli en þetta er þriðji tapleikur liðsins í röð á heimavelli. Liðið réði engan veginn við kraftinn í Víkingum og sóknarleikur liðsins alltof tilviljunarkenndur. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins sem Bergþóra Sól skorar. Góð fyrirgjöf frá Selmu Dögg og glæsilega klárað í fyrsta. Undirritaður vildi taka viðtal við Bergþóru eftir leik en hún ásamt Selmu voru skikkaðar í lyfjapróf sem virtist taka heillangan tíma í framkvæmd og gafst ég því upp á biðinni ásamt öðrum blaðamanni. Viðtalið bíður betri tíma. Dómarinn Hreinn Magnússon átti afbragðsleik á flautunni og ekkert nema gott um hann að segja. Svo er alltaf gott að hafa stórbóndann Sigurjón Þór Vignisson sér til aðstoðar en hann og Arnar Gauti Finnsson stóðu vaktina vel sem aðstoðardómarar. Stemning og umgjörð Það var ágætlega mætt í stúkuna en auðvitað vill maður sjá fleiri gera sér ferð á leik í blíðskaparveðri á fallegu sumarkvöldi. Nokkrir stuðningsmenn Víkings voru mættir á völlinn en þeir gera sér eflaust einnig ferð á Greifavöllinn á morgun þegar KA og Víkingur eigast við í Bestu deild karla. Hamborgararnir voru á sínum stað á pallinum við Hamar og allt eins og það á að vera í umgjörðinni. „Ég er vonsvikinn með sjálfan mig og frammistöðu liðsins” Jóhann Kristinn var súr eftir leik.Vísir/Vilhelm Þór/KA tapaði sínum þriðja heimleik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Víkingi, 0-2, á VÍS-vellinum nú fyrr í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega vonsvikinn eftir tapið og segist þurfa skoða vandlega hvers vegna frammistaða liðsins er ekki betri á eigin heimavelli. „Ég er vonsvikinn með sjálfan mig og frammistöðu liðsins og niðurstöðu leiksins” Hvað fer úrskeiðis? „Það er eitthvað sem ég þarf að skoða virkilega; hvað ég hefði átt að gera betur í pásunni í þessum landsleikjaglugga. Þetta var ekki, greinilega, ekki nógu vel gert hjá okkur, samblanda af hvíld og æfingum og svo þurfum við að skoða af hverju við erum hérna svart og hvítt á heimavelli og útivelli”, sagði Jóhann en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á heimavelli. Jóhann segist ekki vera með skýringu á því hvers vegna liðið stendur sig ekki betur á heimavelli. „Nei. Ef ég væri með hana þá held ég að þetta hefði verið betri leikur”. „Víkingar voru betri en við á því sviði sem þarf að vera betri í hérna á þessum velli og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær voru á undan í alla bolta og unnu seinni boltann. Leikir hér í karla og kvenna og öllum aldursflökkum snúast dálítið mikið um það sama og við ætluðum að vera betri í því að berjast um seinni bolta þegar hann kemur niður í grasið en það gekk ekki. Þetta var betur gert hjá Víkingum, þær voru betri, eiga sigurinn skilið og ég óska þeim til hamingju. Þær voru ofan á í dag, þess vegna vinna þær leikinn.” Jóhann segist ekki taka neitt jákvætt úr leiknum. „Nei ég held að það þurfi ekki að taka eitthvað jákvætt úr úr öllum leikjum. Ég held til dæmis að við spilum frábærlega á útivelli í síðsta leik, ég er mjög ánægður með það, og ég er alveg jafn óánægður með þetta og ég held að það sé bara allt í lagi.” Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. 19. júlí 2024 21:31
Víkingur gerði góða ferð norður yfir heiðar og sigraði Þór/KA 2-0 í Bestu deild kvenna. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Linda Líf Boama skoruðu mörkin og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Þetta var þriðji tapleikur Þór/KA í röð á heimavelli sem þykir ekki boðlegt þar á bæ. Fyrsta færi leikins kom eftir einunigs tæpar 40 sekúndur þegar Hulda Ósk átti fast skot sem fór rétt yfir mark gestanna. Víkingur var þó mun betri aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo og héldu boltanum vel innan liðsins og komu sér í álitlegar stöður á meðan leikur heimakvenna gekk engan veginn upp og áttu leikmenn í stökustu vandræðum með að tengja saman sendingar og spila sig út úr góðri pressu gestanna. Shaina Ashouri og Freyja Stefánsdóttir fengu sitthvort færið snemma leiks en nýttu það ekki. Heimakonur sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fékk Sandra María gott skallafæri eftir hálftíma leik en boltinn yfir. Kimberley Dóra átti þá bylmingsskot í slá stuttu seinna og Karen María setti boltann fram hjá úr frákastinu. Víkingur tók forystuna eftir 42. mínútna leik og var þar að verki nýji leikmaðurinn, Bergþóra Sól Ásmudsdóttir, í sínum fyrsta leik fyrir félagið en hún kláraði þá færi sitt frábærlega við markteiginn eftir fyrirgjöf Selmu Daggar Björgvinsdóttur. Leikurinn var nokkuð jafn í síðari hálfleik en lið Víkings var áfram vel skipulagt og erfitt niður að brjóta. Hulda Ósk var óheppinn að jafna ekki leikinn á 63. Mínútu þegar hún fékk dauðafæri eftir skyndisókn en Birta Guðlaugsdóttir í marki Víkings sá við henni. Heimakonur reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og á lokasekúndum leiksins tapaðist boltinn á hættulegum stað og hin eldsnögga Linda Líf Boama tók á rás og komst allt leið ein gegn Shelby í marki Þór/KA, lyfti boltanum yfir hana og gulltrygði sigur Víkings. Lokatölur 0-2. Stjörnur og skúrkar Bergþóra Sól Ásmundsdóttir átti frábæra frumraun á miðjunni og skoraði fyrsta markið. Á eftir að reynast Víkingum vel ef þetta er það sem koma skal. Fyrirliðinn Selma Dögg Björgvisdóttir var einnig mjög góð við hlið Bergþóru á miðjunni. Í raun er erfitt að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga þar sem liðsframmistaðan var það góð. Bergdís Sveinsdóttir fær þó sérstakt hrós en hún kom af miklum krafti inn af bekknum og skapaði mikið. Þór/KA liðið þarf að skoða vandlega sinn leik á heimavelli en þetta er þriðji tapleikur liðsins í röð á heimavelli. Liðið réði engan veginn við kraftinn í Víkingum og sóknarleikur liðsins alltof tilviljunarkenndur. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins sem Bergþóra Sól skorar. Góð fyrirgjöf frá Selmu Dögg og glæsilega klárað í fyrsta. Undirritaður vildi taka viðtal við Bergþóru eftir leik en hún ásamt Selmu voru skikkaðar í lyfjapróf sem virtist taka heillangan tíma í framkvæmd og gafst ég því upp á biðinni ásamt öðrum blaðamanni. Viðtalið bíður betri tíma. Dómarinn Hreinn Magnússon átti afbragðsleik á flautunni og ekkert nema gott um hann að segja. Svo er alltaf gott að hafa stórbóndann Sigurjón Þór Vignisson sér til aðstoðar en hann og Arnar Gauti Finnsson stóðu vaktina vel sem aðstoðardómarar. Stemning og umgjörð Það var ágætlega mætt í stúkuna en auðvitað vill maður sjá fleiri gera sér ferð á leik í blíðskaparveðri á fallegu sumarkvöldi. Nokkrir stuðningsmenn Víkings voru mættir á völlinn en þeir gera sér eflaust einnig ferð á Greifavöllinn á morgun þegar KA og Víkingur eigast við í Bestu deild karla. Hamborgararnir voru á sínum stað á pallinum við Hamar og allt eins og það á að vera í umgjörðinni. „Ég er vonsvikinn með sjálfan mig og frammistöðu liðsins” Jóhann Kristinn var súr eftir leik.Vísir/Vilhelm Þór/KA tapaði sínum þriðja heimleik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Víkingi, 0-2, á VÍS-vellinum nú fyrr í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega vonsvikinn eftir tapið og segist þurfa skoða vandlega hvers vegna frammistaða liðsins er ekki betri á eigin heimavelli. „Ég er vonsvikinn með sjálfan mig og frammistöðu liðsins og niðurstöðu leiksins” Hvað fer úrskeiðis? „Það er eitthvað sem ég þarf að skoða virkilega; hvað ég hefði átt að gera betur í pásunni í þessum landsleikjaglugga. Þetta var ekki, greinilega, ekki nógu vel gert hjá okkur, samblanda af hvíld og æfingum og svo þurfum við að skoða af hverju við erum hérna svart og hvítt á heimavelli og útivelli”, sagði Jóhann en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð á heimavelli. Jóhann segist ekki vera með skýringu á því hvers vegna liðið stendur sig ekki betur á heimavelli. „Nei. Ef ég væri með hana þá held ég að þetta hefði verið betri leikur”. „Víkingar voru betri en við á því sviði sem þarf að vera betri í hérna á þessum velli og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þær voru á undan í alla bolta og unnu seinni boltann. Leikir hér í karla og kvenna og öllum aldursflökkum snúast dálítið mikið um það sama og við ætluðum að vera betri í því að berjast um seinni bolta þegar hann kemur niður í grasið en það gekk ekki. Þetta var betur gert hjá Víkingum, þær voru betri, eiga sigurinn skilið og ég óska þeim til hamingju. Þær voru ofan á í dag, þess vegna vinna þær leikinn.” Jóhann segist ekki taka neitt jákvætt úr leiknum. „Nei ég held að það þurfi ekki að taka eitthvað jákvætt úr úr öllum leikjum. Ég held til dæmis að við spilum frábærlega á útivelli í síðsta leik, ég er mjög ánægður með það, og ég er alveg jafn óánægður með þetta og ég held að það sé bara allt í lagi.”
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. 19. júlí 2024 21:31
„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. 19. júlí 2024 21:31
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti