

Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er að fara öðruvísi leið innan fótboltans en við höfum séð áður. Hann er hættur að spila þremur árum fyrir þrítugsafmælið en hefur þess í stað snúið sér að dómgæslu.
KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum.
Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum
Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. ÍA tapaði 4-0 fyrir Val á Hlíðarenda í kvöld.
Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld.
Garðar Gunnlaugsson hefur gengið í raðir ÍA frá Kára og tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu í Bestu deild karla í sumar.
„Spilamennska Skagamanna var ekki það eina sem var til skammar á vellinum, þú ert kominn með myndband undir hendurnar,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.
Það var nóg um að vera í Bestu deild karla á laugardaginn. Hér að neðan má sjá markasúpurnar upp á Akranesi og í Keflavík, rauða spjaldið og „rangstöðumarkið“ í Vesturbænum ásamt mörkunum í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og Fram.
Breiðablik hreinlega keyrði yfir heimamenn í ÍA á Akranesi í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Lokatölur 1-5 fyrir gestina sem hafa fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær.
Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri.
Fjórir leikir fóru fram í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þar sem Haukar, FH, Augnablik og ÍA unnu öll stórsigra.
Skagamenn fengu Víkinga í heimsókn á Norðurálsvöllinn í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað en opnaðist fljótlega og eftir mikla baráttu fóru Skagamenn, sem voru hvattir vel áfram úr stúkunni, með sigur af hólmi og lokatölur 3-0.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi.
Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára.
Öll mörkin úr leikjum gærdagsins úr Bestu deild karla eru komin inn á Vísi. Þau má sjá hér að neðan.
Stjarnan og ÍA skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Lokatökur í skemmtilegum og fjörugum leik urðu 2-2.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Benedikt Warén hefur ákveðið að endurnýja kynnin við þjálfarann Jón Þór Hauksson og leika með ÍA í Bestu deildinni í sumar, sem lánsmaður frá Breiðabliki.
ÍA fékk Fjölnismenn í heimsókn á Akranes í riðli númer 2 í A deild nú fyrr í dag. Skemmst er frá því að segja að Akurnesingar sigruðu nágranna sína úr Grafarvogi með þremur mörkum gegn einu.
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld.
Skagamenn unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Lengjudeildarliði KV í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í dag.
Kaj Leo í Bartalsstovu er búinn að finna sér nýtt félag fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu.
Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.
Skagamenn héldu í hefðina þegar þeir fundu eftirmann Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun stýra liði ÍA í úrvalsdeild karla í sumar en það var tilkynnt í dag.
Jón Þór Hauksson mun stýra liði Skagamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar.
Jón Þór Hauksson er hættur þjálfun Lengjudeildarliðs Vestra og er að taka við úrvalsdeildarliði ÍA.
Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær.
Stjarnan bar sigur úr býtum er liðið mætti Breiðablik í úrslitum Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 3-1, en Blikar unnu mótið í fyrra. Þá vann leiknir ÍA 5-3 í leiknum um þriðja sætið fyrr í kvöld.