„Það er okkar að stoppa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 12:45 Arnór Smárason er fyrirliði ÍA. Vísir Arnór Smárason segir Skagamenn vera búna að eiga gott undirbúningstímabil en liðið fór meðal annars í úrslit Lengjubikarsins. Hann segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar gera mikið fyrir deildina. Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira