Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 21:05 Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/Hulda Margrét Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar fór Valur að banka. Sóknir Valsmanna voru fjölmargar á stuttum tíma og Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, hafði nóg að gera. Skagamenn lifðu af þessar sjö mínútur af fjölmörgum sóknum Vals. Patrick Pedersen braut ísinn á 38. mínútu með skallamarki. Gylfi Þór átti sendingu fyrir markið á Orra Sigurð sem skallaði boltann á Pedersen sem skoraði af stuttu færi. Þetta var hundraðasta markið sem Pedersen skorar í efstu deild. Staðan var 1-0 í hálfleik Það dró til tíðinda á 60. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Vals. Aron Jóhannsson gerði vel í að skalla háa fyrirgjöf beint í fæturnar á Gylfa sem gerði vel í að koma boltanum framhjá varnarmönnum ÍA og á markið. Þremur mínútum síðar var Gylfi nálægt því að bæta við öðru marki. Gylfi fékk góða sendingu inn í teig þar sem hann lét vaða með vinstri fæti en Árni Marinó varði boltann í slána. Gylfi fór af velli á 68. mínútu. Frábær leikur hjá honum þar sem hann hafði allt eins getað gert þrennu. Besti kafli Skagamanna kom undir lokin þegar að gestirnir voru að reyna að minnka muninn en Valsmenn héldu út og unnu 2-0 sigur. Atvik leiksins Í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi skoraði Gylfi Þór Sigurðsson. Valsmenn voru með mikla yfirburði einu marki yfir en voru í vandræðum með að bæta við marki og ganga frá leiknum en Gylfi náði að reka endahnútinn og þá var sigur Vals gott sem í höfn. Stjörnur og skúrkar Gylfi var stjarna leiksins. Gylfi var mikið í boltanum og tók átta hornspyrnu sem voru allar mjög fínar. Gylfi skoraði annað mark Vals sem kláraði leikinn. Hann skapaði töluvert af færum fyrir sig og aðra og hann hefði átt að gera þrennu. Orri Sigurður Ómarsson var öflugur í hafsentinum með Hólmari Erni Eyjólfssyni. Hann lagði upp fyrsta markið þar sem hann skallaði boltann á Patrick Pedersen sem skoraði. Orri hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár og það var gaman að sjá hann í byrjunarliðinu í fyrsta leik. Viktor Jónsson var skúrkurinn í kvöld. Viktor fékk tvö dauðafæri til þess að skora en nýtti þau ekki. Í fyrri hálfleik varði Frederik Schram afar vel. Í seinni hálfleik kom boltinn á fjærstöng þar sem hann var staðsettur en hann virtist ekki hafa átt von á því þar sem hann náði ekki til boltans. Skagamenn voru í miklum vandræðum með að halda í boltann og Arnór Smárason lét lítið fyrir sér fara. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi þennan leik nokkuð vel. Hann nelgdi allar ákvarðanir réttar fyrstu sjötíu mínúturnar. Síðustu tuttugu mínúturnar komu nokkrar sérstakar ákvarðanir þar sem Aron Jóhannsson og Jónatan Ingi Jónsson fengu báðir gult spjald fyrir litlar sakir. Það dregur Sigurð aðeins niður og hann fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Valsmenn blésu í herlúðra fyrir leik og voru með frábæra umgjörð. Fólk var mætt löngu fyrir leik enda fótboltaveisla framundan. Patrik Atlason tók alla sína helstu slagara og Gústi B þeytti skífum. Hvað gat klikkað? Nákvæmlega ekki neitt. Blaðamönnum var boðið í betri stofuna þar sem allt var vaðandi í dýrindis snittum. Með snittunum var hægt að fá rauðvín og hvítvín en sökum hausverks og álags helgarinnar lét undirritaður það alveg eiga sig. Viðtöl Valur ÍA Besta deild karla
Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar fór Valur að banka. Sóknir Valsmanna voru fjölmargar á stuttum tíma og Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, hafði nóg að gera. Skagamenn lifðu af þessar sjö mínútur af fjölmörgum sóknum Vals. Patrick Pedersen braut ísinn á 38. mínútu með skallamarki. Gylfi Þór átti sendingu fyrir markið á Orra Sigurð sem skallaði boltann á Pedersen sem skoraði af stuttu færi. Þetta var hundraðasta markið sem Pedersen skorar í efstu deild. Staðan var 1-0 í hálfleik Það dró til tíðinda á 60. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Vals. Aron Jóhannsson gerði vel í að skalla háa fyrirgjöf beint í fæturnar á Gylfa sem gerði vel í að koma boltanum framhjá varnarmönnum ÍA og á markið. Þremur mínútum síðar var Gylfi nálægt því að bæta við öðru marki. Gylfi fékk góða sendingu inn í teig þar sem hann lét vaða með vinstri fæti en Árni Marinó varði boltann í slána. Gylfi fór af velli á 68. mínútu. Frábær leikur hjá honum þar sem hann hafði allt eins getað gert þrennu. Besti kafli Skagamanna kom undir lokin þegar að gestirnir voru að reyna að minnka muninn en Valsmenn héldu út og unnu 2-0 sigur. Atvik leiksins Í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi skoraði Gylfi Þór Sigurðsson. Valsmenn voru með mikla yfirburði einu marki yfir en voru í vandræðum með að bæta við marki og ganga frá leiknum en Gylfi náði að reka endahnútinn og þá var sigur Vals gott sem í höfn. Stjörnur og skúrkar Gylfi var stjarna leiksins. Gylfi var mikið í boltanum og tók átta hornspyrnu sem voru allar mjög fínar. Gylfi skoraði annað mark Vals sem kláraði leikinn. Hann skapaði töluvert af færum fyrir sig og aðra og hann hefði átt að gera þrennu. Orri Sigurður Ómarsson var öflugur í hafsentinum með Hólmari Erni Eyjólfssyni. Hann lagði upp fyrsta markið þar sem hann skallaði boltann á Patrick Pedersen sem skoraði. Orri hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár og það var gaman að sjá hann í byrjunarliðinu í fyrsta leik. Viktor Jónsson var skúrkurinn í kvöld. Viktor fékk tvö dauðafæri til þess að skora en nýtti þau ekki. Í fyrri hálfleik varði Frederik Schram afar vel. Í seinni hálfleik kom boltinn á fjærstöng þar sem hann var staðsettur en hann virtist ekki hafa átt von á því þar sem hann náði ekki til boltans. Skagamenn voru í miklum vandræðum með að halda í boltann og Arnór Smárason lét lítið fyrir sér fara. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi þennan leik nokkuð vel. Hann nelgdi allar ákvarðanir réttar fyrstu sjötíu mínúturnar. Síðustu tuttugu mínúturnar komu nokkrar sérstakar ákvarðanir þar sem Aron Jóhannsson og Jónatan Ingi Jónsson fengu báðir gult spjald fyrir litlar sakir. Það dregur Sigurð aðeins niður og hann fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Valsmenn blésu í herlúðra fyrir leik og voru með frábæra umgjörð. Fólk var mætt löngu fyrir leik enda fótboltaveisla framundan. Patrik Atlason tók alla sína helstu slagara og Gústi B þeytti skífum. Hvað gat klikkað? Nákvæmlega ekki neitt. Blaðamönnum var boðið í betri stofuna þar sem allt var vaðandi í dýrindis snittum. Með snittunum var hægt að fá rauðvín og hvítvín en sökum hausverks og álags helgarinnar lét undirritaður það alveg eiga sig. Viðtöl
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti