Gylfi á blaðamannafundi í dag: „Núna er alvaran að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson varð að sætta sig við tap gegn ÍA, í fyrsta leik sínum eftir komuna heim til Íslands, í undanúrslitum Lengjubikarsins í vor. Liðin mætast í Bestu deildinni á sunnudag. vísir/Hulda Margrét Valsmenn boðuðu til blaðamannafundar á Hlíðarenda í dag, vegna upphafs Bestu deildar karla í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu og á honum sátu fulltrúar Vals og ÍA fyrir svörum. Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024 Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024
Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01