Gylfi á blaðamannafundi í dag: „Núna er alvaran að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson varð að sætta sig við tap gegn ÍA, í fyrsta leik sínum eftir komuna heim til Íslands, í undanúrslitum Lengjubikarsins í vor. Liðin mætast í Bestu deildinni á sunnudag. vísir/Hulda Margrét Valsmenn boðuðu til blaðamannafundar á Hlíðarenda í dag, vegna upphafs Bestu deildar karla í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu og á honum sátu fulltrúar Vals og ÍA fyrir svörum. Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024 Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024
Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01