„Þungu fargi af manni létt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 20:45 Markaskorarnir Arnór Smárason og Viktor Jónsson fagna. Vísir/Hulda Margrét Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla. Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira