„Þungu fargi af manni létt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 20:45 Markaskorarnir Arnór Smárason og Viktor Jónsson fagna. Vísir/Hulda Margrét Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla. Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira