Stjarnan

Fréttamynd

Hilmar Smári: Við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera

Hilmar Smári Henningsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, næsta auðveldlega, 112-84 í 15. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Stjörnumenn voru í raun og veru búnir að tryggja sigur sinn í hálfleik en góð vörn skóp sigurinn að mati Hilmars.

Körfubolti
Fréttamynd

Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni

Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða.

Körfubolti
Fréttamynd

Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Handbolti