Köstuðu frá sér átta marka forskoti: „Algjörlega hauslaust“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2023 20:50 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik. „Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum. Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum.
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52