Valur

Fréttamynd

Loks vann Valur leik

Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27.

Handbolti
Fréttamynd

Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi

Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sér eftir að hafa valið Val fram yfir KR

Gary Martin segist hafa tekið ranga á­kvörðun þegar að hann gekk til liðs við Val árið 2019 en á þeim tíma stóð honum líka til boða að halda aftur til KR þar sem að hann hafði bæði orðið Ís­lands og bikar­meistari á sínum tíma. „Kannski var ég gráðugur,“ segir Gary.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég á Ís­landi líf mitt að þakka“

Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þurfum að vera fljótir að læra“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Gary Martin kveður Ís­land: „Takk fyrir mig“

Komið er að tíma­mótum á ferli enska sóknar­mannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orð­stír nær ó­slitið frá árinu 2010. Eng­lendingurinn er á leið heim eftir far­sælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjart­næmri færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Íslenski boltinn